Vegagerðin veitir fé til styrkvega í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
27.07.2017
kl. 14.17
Vegagerðin hefur samþykkt að veita 1.800.000 krónum til styrkvega í Húnaþingi vestra á árinu 2017 og var bréf þess efnis kynnt á fundi landbúnaðarráðs sveitarfélagsins þann 19. júlí sl. eins og kemur fram í fundargerð þess. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir, svokallaða styrkvegi, sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir tveimur milljónum króna til þess verkefnis og er því samanlögð upphæð til verkefnisins 3,8 milljónir króna.
Meira