Vilja semja um kaup á bráðabirgðahúsnæði
feykir.is
Skagafjörður
25.07.2017
kl. 13.15
Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. júlí sl. var fjallað um bráðabirgðahúsnæði til að varðveita muni Byggðasafns Skagfirðinga. Auglýst var eftir húsnæði í apríl og bárust þrjú svör. Eftir skoðun á þeim kostum þykir nefndinni ljóst að enginn þeirra henti þörfum safnsins án verulegs tilkostnaðar og mælir því ekki með neinum þeirra. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim sem svöruðu auglýsingunni og veittu aðstoð við skoðun á húsnæði sínu.
Meira