Íbúafundur á Borðeyri um verndarsvæði í byggð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
31.05.2017
kl. 10.48
Boðað hefur verið til íbúafundar í skólahúsinu á Borðeyri á morgun, fimmtudaginn 1. júní, kl. 13:00 þar sem undirbúningur Húnaþings vestra að umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að gamli hluti Borðeyrar, „plássið“ svokallaða, verði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð. Á fundinum verður verkefnið kynnt fyrir íbúum og þeim gefinn kostur á að spyrja spurninga og/eða koma með athugasemdir.
Meira