Fréttir

Íbúafundur á Borðeyri um verndarsvæði í byggð

Boðað hefur verið til íbúafundar í skólahúsinu á Borðeyri á morgun, fimmtudaginn 1. júní, kl. 13:00 þar sem undirbúningur Húnaþings vestra að umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að gamli hluti Borðeyrar, „plássið“ svokallaða, verði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð. Á fundinum verður verkefnið kynnt fyrir íbúum og þeim gefinn kostur á að spyrja spurninga og/eða koma með athugasemdir.
Meira

Húnvetningar lönduðu öðru sætinu í boccia

Félag eldri borgara í Vestur – Húnavatnssýslu lenti í öðru sæti á árlegu Vesturlandsmóti félags eldri borgara í boccia sem fram fór í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Þetta mun vera í ellefta skipti sem mótið er haldið en a.m.k. sex sveitarfélög hafa skipst á að hýsa það. Skessuhorn greinir frá því að til leiks hafi mætt að þessu sinni 16 sveitir; fjórar frá Akranesi, Borgarbyggð og Stykkishólmi og tvær sveitir frá Snæfellsbæ og Húnaþingi vestra.
Meira

SSNV úthlutar tæpum 85 milljónum í atvinnu- og menningarstyrki

Úthlutun styrkja á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til menningarmála og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2017 er lokið. Styrkir eru veittir úr tveimur sjóðum; Uppbyggingarsjóði, þar sem úthlutað var rúmum 67 millj. kr. og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði en þar var úthlutað rúmum 17 millj. kr. Í heild bárust 150 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum kr. í styrki. Úthlutað var styrkjum til 90 verkefna. Fyrri úthlutun ársins fór fram í febrúar sl. en þá var úthlutað um 66 millj. kr. Seinni úthlutun var í maí og þá var úthlutað 18,5 millj. kr.
Meira

Opnað í dag á Sólgörðum

Sumaropnun sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum gengur í gildi í dag og um leið hefst starfsemi ferðaþjónustunnar sem þau Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Alfreð Símonarson ætla að reka þar í sumar.
Meira

Vormót Tindastóls í júdó

Vormót Tindastóls var haldið sl. sunnudag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppendur voru 40 talsins og komu frá fimm júdófélögum: Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi, JR í Reykjavík, Júdódeild Ármanns í Reykjavík auk Tindastóls.
Meira

Menningarslys við strendur landsins ef ekkert verður að gert!

Fyrir skemmstu bárust svör frá þremur ráðherrum við spurningum mínum varðandi sjóvarnir almennt og skráningu og vernd menningaminja á ströndum landsins sem bornar voru fram af gefnu tilefni. Vitað er að víða hefur hafið gengið á ströndina og afmáð menningarminjar sem þar voru. Þá er ljóst að þær breytingar sem eiga sér nú stað á loftslagi, veðurfari og sjávarstöðu geta orðið til þess að auka þörf fyrir sjóvarnir og annan viðbúnað til að bregðast við hættu af sjávarflóðum.
Meira

Báru mann niður af Spákonufellsborg

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu og Skagafirði fengu beiðni um aðstoð vegna manns sem var á gangi við Spákonufellsborg í gær en hann kvartaði yfir brjóstverk og komst ekki leiðar sinnar en hann var þá staddur í u.þ.b. 500 m.y.s.. Björgunarsveitir á svæði 9 og 10 mættu á svæðið ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni.
Meira

Sjúkraflutningamenn eru ekki allir ánægðir

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka og er einn þeirra hættur að því er fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Samkomulagið sem tókst á föstudag var sagt marka tímamót þar sem nú væru allir sjúkraflutningamenn á landinu komnir með kjarasamning. Þórður Pálsson, sjúkraflutningamaður á Blönduósi segir í samtali við RÚV að þetta sé ekki rétt þar sem einungis sé um samkomulag að ræða sem sjúkraflutningamenn séu ekki allir ánægðir með.
Meira

Sundlaugar í Skagafirði

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð þessa viku vegna viðhalds og námskeiðs starfsmanna, frá og með deginum í dag. Stefnt er að því að opna aftur á laugardagsmorgun, 3. júní, kl. 7:00.
Meira

Ósáttur við brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar

Í frétt á Vísir.is er greint frá því að Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og fyrrverandi formaður félags yfirlögregluþjóna sé afar ósáttur við brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, sem vikið var frá störfum fyrr í þessum mánuði. Eins og komið hefur fram var ástæða brottvikningarinnar sparnaður hjá embættinu. Stutt er í að Kristján nái eftirlaunaaldri, aðeins eitt ár þegar greiðslu biðlauna lýkur.
Meira