Fréttir

Námsgögn ókeypis í grunnskólum Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að námsgögn í grunnskólum Skagafjarðar verði kostnaðarlaus frá og með næsta skólaári.
Meira

Styrktarmót fyrir Arnar Geir

Golfklúbbur Sauðárkróks ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson þann 14. ágúst nk. en hann er á leið til Bandaríkjanna á ný í háskólanám í Missouri Valley College á skólastyrk vegna golfiðkunar um miðjan ágúst. Á heimasíðu GSS segir að slegið verði upp léttu móti þar sem spilaðar verða 9 holur og kaffi og kökur í boði fjölskyldunnar að loknu móti.
Meira

Æfingabúðir í júdó í Varmahlíð um helgina

Næstkomandi helgi, 11. til 13. ágúst, verða haldnar æfingabúðir í júdó í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Búist er við yfir sextíu júdóiðkendum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík, Pardusi á Blönduósi, Draupni á Akureyri ásamt Júdódeild Tindastóls. Leiðbeinendur verða m.a. Yoshihika Iura 8. dan og Ann Löf 6. dan, sem búa bæði yfir mikilli þekkingu og reynslu í íþróttinni.
Meira

Hátíð tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers

Hólahátíð 2017 fer fram föstudag til sunnudags, 11. -13. ágúst og verður hátíðin tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá verður sett af Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn kl.17:00. Á dagsskrá má helst nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fer fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum kl. 11:00.
Meira

Lilja Rafney vill ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi, hefur farið þess á leit við formann atvinnuveganefndar að boðað verði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda sem til er komin vegna yfirlýsinga um lækkun afurðaverðs til þeirra nú í haust.
Meira

Tveir Skagfirðingar í 15 manna landsliðshóp körfunnar

Búið er að velja 15 manna hóp sem tekur þátt í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir EuroBasket 2017. Tveir Skagfirðingar, leikmenn Tindastóls, eru í hópnum, þeir Axel Kárason og Sigtryggur Arnar Björnsson. Á Karfan.is segir að liðið sé á leið til Rússlands, Ungverjalands og Litháen til þess að leika sína síðustu æfingaleiki áður en haldið verður til Helsinki í lok mánaðarins til þess að taka þátt í lokamóti.
Meira

GSS hefur valið sínar sveitir á Íslandsmót golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 11.-13. ágúst nk. og samkvæmt venju sendir Golfklúbbur Sauðárkróks sveitir til leiks bæði í kvenna- og karlaflokki. Kvennasveitin leikur í 2. deild sem verður spiluð á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði en karlarnir leika í 3. deild sem verður spiluð á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar við Voga.
Meira

Kvennakórinn Sóldís með tónleika

Sóldísir eru í sumarskapi og hafa boðað komu sína í Menningarhúsið Miðgarð annað kvöld með tónleika. Í tilkynningu biðja þær alla sem munda amboðin að leggja þau frá sér og hlýða á skemmtilega dagskrá. Og fyrir þá sem áhuga hafa verður barinn opinn.
Meira

Sögudagur á Sturlungaslóð 12. ágúst

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 12. ágúst og að þessu sinni er hann helgaður endurútgáfu bókarinnar Á Sturlungaslóð sem hefur verið ófáanleg í mörg ár. Félagið á Sturlungaslóð boðar til málþings í Kakalaskála þar sem félagsmenn kynna bókina og fær til liðs við sig fræðimennina doktor Árna Daníel Júlíusson, einn af textahöfundum bókarinnar, og Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands sem munu flytja erindi.
Meira

Vinaliðaverkefnið fékk eina milljón króna frá DHL eftir Einvígið á Nesinu

Golfarar komu saman á Seltjarnarnesi í gær en þar fór fram hið árlega góðgerðamót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu – Shoot out, á Nesvellinum. Eftir keppni og verðlaunaafhendingu var Vinaliðaverkefninu, sem Árskóli á Sauðárkróki heldur úti á landsvísu, veitt styrkur upp á eina milljón krónur. Það var Auður Þórarinsdóttir, frá DHL á Íslandi, sem afhenti Guðjóni Jóhannssyni verkefnisstjóra Vinaliðaliða styrkinn en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.
Meira