Fréttir

Reiðhöllin slúttar vetrarstarfinu í kvöld

Í kvöld mun Reiðhöllin Svaðastaðir slútta vetrarstarfinu með formlegum hætti. Starfið í vetur hefur verið hefðbundið. Það hófst í byrjun september að vanda, en þá hóf Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kennslu á Hestabrautinni og Iðja hæfing með æfingar fyrir fatlaða fylgdi í kjölfarið. Þessir tveir aðilar eru með fasta tíma í höllinni allan veturinn fyrir iðkendur sína. Í lok september var svo Laufskálaréttarhelgin með sína föstu viðburði sem eru sýning og skemmtidagskrá á föstudagskvöldi og dansleikur á laugardagskvöldinu. Hvoru tveggja mannmargir viðburðir.
Meira

Uppstigningardagur á Blönduósi

Blönduóssbúar ættu að geta haft nóg fyrir stafni á morgun, uppstigningardag. Fyrst ber að nefna að Blönduósbær efnir til tiltektardags þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka til í sínu nánasta umhverfi. Af því tilefni verður gámasvæðið með opið milli kl. 13 og 17. Að tiltekt lokinni er bæjarbúum boðið að mæta við Félagsheimilið þar sem sveitarstjórn ætlar að grilla fyrir bæjarbúa.
Meira

Matarvagninn mættur við Glaumbæ

Söluvagn sem Helgi Freyr Margeirsson fékk leyfi til að staðsetja og reka tímabundið í landi Glaumbæjar í Skagafirði opnaði sl. laugardag í sól og blíðu. Í vagninum verður hægt að kaupa sér sitthvað í svanginn eða bara smáræði til að láta eftir duttlungum sínum. Heyrst hefur að ísinn sé afar vinsæll.
Meira

Opnun sýningar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Tilkynning frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna Laugardaginn 27. maí kl. 14:00 verður sýningin „Þar sem firðir og jöklar mætast“. Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921-1923 opnuð.
Meira

Vilhjálmur Andri Einarsson nýr Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramótið í ísbaði fór fram í sundlauginni á Blönduósi í gær og var nýr Íslandsmeistari krýndur, Vilhjálmur Andri Einarsson frá Reykjavík. Sat hann í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Alls tóku sex keppendur þátt en gestir fengu svo að spreyta sig á eftir.
Meira

Laugarmýri með hæsta styrk hjá Atvinnumálum kvenna

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 19.maí og fengu 35 verkefni styrki að upphæð kr. 35.000 milljónir. Þorsteinn Víglundsson, velferðar- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina í athöfn sem fór fram í Hörpu. Í ár bárust 350 umsóknir og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Nokkur verkefni í Skagafirði hlutu náð fyrir augum dómnefndar og fékk Ragnheiður Þórarinsdóttir á Laugarmýri hæsta styrk eða kr. 4.000.000 fyrir verkefnið Samrækt
Meira

Íslandsmeistaramótið í ísbaði í dag

Íslandsmeistaramótið í ísbaði verður haldið í sundlauginni á Blönduósi í dag klukkan 17:15 og verða keppendur sex. Benedikt Lafleur mun kynna heilsugildi ísbaða og meistararitgerð sína Vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Svo verður keppt í því hver getur verið lengst ofan í ísbaði.
Meira

160 nemendur í tónlistarnámi í vetur

Tónlistarskóla Skagafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn sl. föstudag í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi.
Meira

Skráning í vinnuskólann stendur yfir

Nú styttist í sumarfrí í grunnskólunum og þá taka vinnuskólarnir til starfa. Skráning í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar stendur nú yfir en hann verður starfræktur frá 6. júní til 11. ágúst. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 13-16 ára, fædd 2001-2004. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 25. maí næstkomandi.
Meira

Hugmyndaríkir nemendur Varmahlíðarskóla

Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson í 7. bekk Varmahlíðarskóla, hlutu fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík, sl. laugardag. Þóra Emilía Ólafsdóttir og Lilja Diljá Ómarsdóttir í 6. bekk hlutu önnur verðlaun fyrir Barnabjargara.
Meira