Fréttir

Sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum

Gæsaveiðitímabilið hefst þann 20. ágúst og hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt reglur sem veiðimenn skulu hlíta í eignarlöndum sveitarfélagsins. Á dögunum sendi stjórn Skotvís frá sér ályktun þar sem reglurnar eru gagnrýndar. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri, segir að þess sé vænst að veiðimenn virði fyrirkomulagið og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum.
Meira

Skráningu á Unglingalandsmót lýkur í kvöld

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og búast keppnishaldarar við um og yfir 1.000 keppendum á aldrinum 11-18 ára ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra. Alls er gert er ráð fyrir allt að 10.000 gestum í bænum frá öllu landinu á meðan mótið fer fram dagana 4.- 6. ágúst og spáir Veðurstofa Íslands úrvals keppnisveðri, þurrki og logni.
Meira

Kaffihlaðborð í Hamarsbúð

Húsfreyjurnar á Vatnsnesi halda kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi nú um verslunarmannahelgina eins og þeirra hefur verið háttur mörg undanfarin ár. Þar verða dýrindis kræsingar á boðstólum; rjómapönnukökur, smurbrauð og annað fjölbreytt meðlæti að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi.
Meira

Baldur og Kata einni sekúndu frá fyrsta sætinu í Ljómarallinu

Það voru þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Ljómarallinu sem haldið var í Skagafirði um helgina en þeir óku Mitsubishi Lancer EVO 6.5. Tími þeirra var 1:15:50. Í öðru sæti enduðu Skagfirðingarnir Baldur Haraldsson og Katrín María Andrésdóttir á Subaru Impreza. Litlu mátti muna en þau voru aðeins einni sekúndu á eftir sigurvegurunum eða 1:15:51. Í þriðja sæti urðu þeir Baldur Arnar Hlöðversson og Hjalti Snær Kristjánsson á Subaru Impreza á tímanum 1:18:17.
Meira

Nýr stígur upp á Nafir

Árvökulir Króksarar hafa efalaust tekið eftir að talsvert hefur verið framkvæmt til að fegra ásýnd bæjarins í sumar; blómaskrúð víða og aðgengi fyrir göngufólk bætt á Nöfum svo eitthvað sé nefnt og nú í síðustu viku var gerður stígur í Nafirnar frá neðra tjaldsvæði og upp á það efra – eða öfugt.
Meira

Geymsluhúsnæði keypt fyrir muni Byggðasafnsins

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur skoðað kosti iðnaðarhúsnæðis sem fyrirhugað er að byggja við Borgarflöt 17-19 á Sauðárkróki og telur það besta kostinn sem bráðabirgðahúsnæði fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga uns fullbúið varðveisluhúsnæði verður tekið í notkun. Nefndin mælir með því við byggðarráð að gengið verði til samninga um kaup á fullnægjandi rými að Borgarflöt 17-19.
Meira

Sigtryggur Arnar að spila sína fyrstu landsleiki

Skagfirðingurinn Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls í úrvalsdeildinni í körfubolta, spilaði á fimmtudaginn sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd en þá mætti Ísland liði Belgíu. Liðin léku síðan aftur í gær og er skemmst frá því að segja að Ísland vann báða leikina og átti Arnar fínar innkomur í báðum leikjum.
Meira

Skorað í hálfleik...?

Herra Hundfúll furðaði sig örlítið á fótboltafrétt á Mbl.is. Þar sagði m.a. í frétt af sigri Barcelona á Real Madrid: „Þetta urðu ekki einu mörk fyrri hálfleiks, en Mateo Kovacic minnkaði mun¬inn fyr¬ir Real Madrid á 14. mín¬útu og Marco Asensio bætti öðru marki við á 36. mín¬útu. Liðin héldu því inn í klefa þegar staðan var 2:2. Aðeins fimm mín¬út¬um síðar skoraði Ger¬ard Pique þriðja mark Börsunga og jafn¬framt síðasta mark leiks¬ins, loka¬töl¬ur 3:2, Barcelona í vil.“ Miðað við að hálfleikur í fótboltaleik er yfirleitt um 15 mínútur þá er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem mark er skorað í hálfleik.
Meira

Jonathan Olaleye og Jack Clancy gengnir til liðs við Stólana

Nú styttist í að leikmannaglugginn lokist í fótboltanum og hafa Tindastólsmenn verið á fullri ferð við að tryggja sér leikmenn eftir að hafa misst þrjá góða. Að sögn Stefáns Arnars Ómarssonar, þjálfara Tindastóls, þá eru tveir erlendir leikmenn gengnir til liðs við Stólana og þar að auki hafa þrír fyrrum Tindastólsmenn skráð félagaskipti og reiknað er með að einn íslenskur leikmaður bætist í hópinn fyrir júlílok.
Meira

Pálmi Sighvats segir lúpínunni stríð á hendur

Lúpínan er umdeild planta á Íslandi, mjög öflug landgræðslujurt sem grætt getur upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma en getur verið hinn mesti skaðvaldur í viðkvæmu gróðurlendi líkt og berjamó. Á vefnum Flóra Íslands segir að ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri. Lúpínuna er víða að finna og er hún dugleg við að breiða úr sér af sjálfsdáðum með fræjum. Nú er svo komið að berjaland Sauðkrækinga er í hættu þar sem jurtin er farin að leggja það undir sig.
Meira