Fréttir

Flutningabíll valt á Reykjastrandarvegi

Flutn­inga­bíll með minka­fóður valt á Reykj­a­strand­ar­vegi, við bæ­inn Daðastaði, fyr­ir há­degi í dag. Til allrar hamingju slapp bílstjórinn ómeiddur en á þessum slóðum er vegurinn mjór og skurður við hlið hans. Mjúkur kanturinn mun hafa gefið sig undan þunga bílsins.
Meira

Nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík

Á Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði er alltaf líf og fjör og þar blómstrar sérlega fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, árið um kring. Blaðamaður leit þar við í vikunni sem leið en þá var þar staddur hópur eldri borgara á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmanna.
Meira

Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Húnaþing vestra veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi hátíðarinnar Elds í Húnaþingi, laugardaginn 29. júlí sl.
Meira

Konan í dalnum og dæturnar sjö

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var sett formlega á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti þar sem keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn, hver með sínu félagi. Flutt voru ávörp, m.a. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson en hann fékk hjálp hjá ungri snót sem las með honum úr gömlum fréttum af frægum köppum, þeim Vilhjálmi Einarssyni og Hreini Halldórssyni.
Meira

Smábæjar batterí

Áskorendapistill - Daníel Þór Gunnarsson Hvammstanga
Meira

Veiðimaður fram í fingurgóma

Kristján Már Kárason er brottfluttur Króksari sem er smám saman að snúa til baka en fyrir nokkrum árum keypti hann gamalt hús í Kristjánsklaufinni og hefur verið að gera það upp. Þar dvelur hann reglulega og nýtur sín vel enda húsið orðið hið glæsilegasta bæði innan dyra sem utan og garðurinn umhverfis líka. Þegar blaðamaður leit við hjá Kristjáni á dögunum var hann með Jóa Þórðar að helluleggja og laga steinhleðsluvegg sem markar lóðamörkin. En ástæða heimsóknarinnar var ekki að ræða endurgerð hússins heldur veiðiáhugann sem á hug hans allan en þeir eru ekki margir sem fara jafn víða til að veiða. Allur heimurinn er undir og veiðibráðin fjölbreytt líkt og sjá má í stofu húsráðanda.
Meira