Fréttir

Afterglow með Ásgeiri Trausta komin út

Eftir langa bið hefur tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti frá Laugarbakka í Miðfirði loks sent frá sér nýja tónlistarafurð sem hann kallar Afterglow. Nú gerir kappinn víðreyst um jörðina þar sem hann fylgir eftir útgáfu disksins, sem alla jafna hefur verið að fá fínar umsagnir.
Meira

Stólarnir fengu skell í Mosfellsbænum

Tindastólsmenn kíktu í Mosfellsbæinn á laugardaginn og léku við lið Aftureldingar í 2. deildinni. Heimamenn voru yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik en fengu síðan á sig holskeflu af mörkum síðasta hálftímann og töpuðu 5-1.
Meira

Fjölmennur stofnfundur Framfarafélagsins

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins, laugardaginn 27. maí. Sigmundur Davíð formaður félagsins boðaði til fundarins og voru fundarmenn nærri 250 talsins. Anna Kolbrún Árnadóttir var fundarstjóri og setti fundinn og Sigmundir Davíð var með ávarp í framhaldinu og Eyþór Arnalds var einnig með erindi.
Meira

Sjúkraflutningamenn og ríkið ná samkomulagi

Fyrir helgina náðust samningar í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og ríkisins. Valdimar Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist í samtali við RÚV vera sáttur við niðurstöðuna og vonast hann til að sama gildi um félagsmenn. Með samkomulaginu eru sjúkraflutningamönnum m.a. tryggðar bakvaktagreiðslur með sama formi og öðrum opinberum starfsmönnum.
Meira

Hamrarnir sigruðu Stólastúlkur á Akureyri

Hamrarnir frá Akureyri mörðu sigur á stelpunum í Tindastól í 1. deildinni í knattspyrnu sl. föstudag en leikurinn fór fram í Boganum. Elva Marý Baldursdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. Mínútu. María Dögg Jóhannesdóttir varð fyrir óhappi rétt eftir hálfleik og var flutt á sjúkrahús, meidd á hné. Inn á fyrir hana kom Hrafnhildur Björnsdóttir.
Meira

Nú safna kjuðarnir ryki

Áskorendapistill Ómars Árnasonar
Meira

Til varnar sagnfræðinni

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér fræðiritið Til varnar sagnfræðinni eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (1886-1944). Í tilkynningu frá útgáfunni segir að um sé að ræða eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Meira

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í dag

Alls brautskráðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af tólf námsbrautum í dag í hátíðlegri athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Rúmlega 550 nemendur stunduðu nám við skólann og um 60 manns störfuðu þar í vetur. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í rúma tvær klukkustundir.
Meira

Lambahryggur með kryddhjúp og Hindberjagums

Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannsson á Laugamýri í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 20. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af lambahrygg með kryddhjúp og Hindberjagumsi í eftirrétt, væntanlega meira og minna úr eigin framleiðslu. „Ég kann ekkert á skammta ég dassa alltaf þannig að þetta er bara einhvern veginn svona,“ segir Dagný.
Meira

Fagnar hundrað ára afmæli

Sigurpáll Árnason, fyrrum verslunarmaður og garðyrkjubóndi í Lundi í Varmahlíð fagnaði 100 ára afmæli í gær. Sigurpáll fæddist og ólst upp í Ketu í Hegranesi. Hann var einn af fyrstu nemendum Garðyrkjuskólans í Hveragerði þar sem hann stundaði nám árið 1939 og var fyrsti garðyrkjubóndinn í Skagafirði en hann byggði gróðrarstöð að Gamla Lundi í Varmahlíð þar sem hann ræktaði grænmeti og sumarblóm ásamt konu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Á árunum 1958 til 1984 ráku þau hjónin verslunina Lund sem staðsett var í samnefndu húsi sem þau byggðu sér, rétt við þjóðveginn sem liggur í gegnum Varmahlíð.
Meira