Fréttir

Húni 2016 komin út

38. árgangur Húna ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Að vanda eru í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin „Staðarskáli er Ísland“ viðtal Georgs Jóns Jónssonar við Báru Guðmundsdóttur á Stað og grein Ólafs Gríms Björnssonar fræðimanns um Stefán Jónsson lækni frá Hrísakoti. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira

Góð afkoma hjá Ámundakinn

Ámundakinn ehf. hélt aðalfund sinn þann 24. apríl sl. og var hann vel sóttur. Þar kom fram að afkoma félagsins var góð og skilaði rekstur þess um 26 milljón króna hagnaði, þar af 15 milljónum vegna sölu fasteigna. Á árinu fjölgaði hluthöfum og eru þeir nú 77 talsins. Hlutafé á aðalfundi var rúmlega 190 milljónir króna og eigið fé um 310 milljónir.
Meira

Er Sherlock Holmes í þér?

Þeir sem vita ekki hver Sherlock Holmes er þá er hann skáldsagnarpersóna sem er einkaspæjari og var skapaður af breska höfundinum Sir. Arthus Conan Doyle. Persónan er best þekkt fyrir það að vera ráðgjafi í sögunum en einstök hæfni hans við að leysa hin ólíklegustu mál með furðulegum athugunum, réttarvísindum og rökréttum rökum, gerir persónuna einstaka og skemmtilega.
Meira

Blásið til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins

Knattspyrnusumarið í Húnaþingum hófst sunnudaginn 21. maí þegar blásið var til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins. Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar mætir til leiks með nýtt blóð í bland við eldra, eins og síðastliðin ár, en þetta er fimmta árið sem hinir fornu fjendur frá Hvammstanga og Blönduósi mæta hönd í hönd til leiks í mótinu.
Meira

Stoltur af mörgu sem nú er að baki

Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir á Húna.is að hann hafi kallaður á skrifstofu nýs lögreglustjóra Norðurlands vestra sl. fimmtudag og verið tilkynnt þar formálalaust að starf hans væri lagt niður frá og með 1. júní 2017. Honum hafi verið tjáð að hann mætti hætta störfum þá strax sem hann kaus að gera.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið að þessu sinni heitir Undur og er eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Meira

Aldraðir, eru ekki til peningar?

Nokkrum dögum fyrir alþingiskosningarnar 2013 ritaði formaður Sjálfstæðisflokksins eldri borgurum bréf þar sem hann tíundaði loforð um átak í þeirra þágu. Það átti snarlega að afnema kjaraskerðingu, lækka fjármagnstekjuskatt og afnema tekjutengingar ellilífeyris. Sjálfstæðisflokkurinn hjarir enn við völd og allt hefur þetta verið sniðgengið svo ekki sé dýpra tekið í árinni, enn bíða aldraðir og nú er komið árið 2017.
Meira

Svekkjandi tap í sólinni á Króknum

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í 2. deildinni í dag í glaðasólskini og 16 stiga hita, en það voru Njarðvíkingar sem mættu á Krókinn. Leikurinn var ágætlega spilaður, en það voru gestirnir sem voru 1-0 yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og voru sterkari aðilinn. Njarðvíkingar tryggðu sér hins vegar sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum og komu þar með í veg fyrir að Stólarnir spiluðu tuttugasta leik sinn í röð í deildarkeppni án þess að tapa.
Meira

Reiðsýningin á Hólum í dag

Hin árlega reiðsýning Hólanema er í dag, 20. maí. Þessi sýning hefur skapað sér sess sem hápunktur lokadagskrár hjá BS-nemum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem nú hafa lokið öllum sínum prófum. Nemendur sýna þá í verki margt af því sem þeir hafa lært í reiðmennsku í þriggja ára námi sínu hér við skólann. Sú hefð hefur skapast að reiðkennari lýsi jafnóðum því sem fram fer, fyrir áhorfendum og hefur það mælst vel fyrir. Í lok sýningar klæðast nemarnir síðan í fyrsta skipti hinum bláu einkennisjökkum, með rauða kraganum. Og veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í reiðmennsku.
Meira

Plássið til að skapa

Áskorandapistill Ingu Birnu Friðjónsdóttur
Meira