Fréttir

Pönk á Laugarbakka um helgina

Norðanpaunk, fer fram á Laugarbakka um verslunarmannahelgina en það er árlegt ættarmót pönkara. Félag áhugamanna um íslenska jaðartónlist heldur Norðanpaunk og er aðgangur eingöngu ætlaður meðlimum.
Meira

Vel tekið á móti Moniku

Bókin Konan i dalnum og dæturnar sjö er í öðru sæti á metsölulista Eymundsson í dag og greinilegt að þessi merka ævisaga á enn fullt erindi við þjóðina. Bókin kom fyrst út árið 1954 en hér segir Guðmundur G. Hagalín magnaða hetjusögu Moniku Helgadóttur sem var ekkja og einstæð móðir 8 barna í skagfirskum afdal. Hún hafði á þessum tíma hlotið Fálkaorðu forseta Íslands fyrir dugnað sinn og þrautseigju.
Meira

Thierry Henry hefur alltaf verið minn maður

Liðið mitt - Viðar Ágústsson
Meira

Brotist inn í fyrirtæki, sumarhús, heimili og bíla

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft í nógu að snúast það sem af er sumri og hafa fjölmargir ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Í fyrradag tókst svo lögreglunni að hafa hendur í hári þremenninga sem farið höfðu með ránshendi um héraðið og brotist inn í að minnsta kosti sjö fyrirtæki, sumarhús og heimili ásamt því að stela í það minnsta fjórum bifreiðum. Í einhverjum tilvikanna stóðu lyklarnir í kveikjulásnum þannig að verknaðurinn hefur verið nokkkuð auðveldur fyrir afbrotamennina. Frá þessu er sagt á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Grátlegt tap gegn Aftureldingu

Tindastóll og Afturelding mættust á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi í 2. deild karla í knattspyrnu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Tindastóls síðustu daga og þrír nýjir leikmenn hófu leik í gær. Leikurinn var spennandi og hart tekist á en úrsltin réðust í uppbótartíma þegar gestirnir náðu að skora rándýrt mark og veita Stólunum slæmt högg. Lokatölur 2-3.
Meira

Ertu á leið á Unglingalandsmót? – Hér eru tjaldstæðin

Mótsstjórn Unglingalandsmóts UMFÍ opnaði í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum klukkan 18 í gær (miðvikudag) og geta þar þátttakendur á mótinu náð í mótsgögn og annað nauðsynlegt fylgiefni, svo sem mótadagskrá og Skinfaxa, tímarit UMFÍ. Á meðal fylgigagna eru armbönd sem þátttakendur þurfa að setja á sig til að geta tekið þátt í keppnum á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina.
Meira

Mikið fjör á Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti um helgina af Náttúrubarnaskólanum sem starfar á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Óteljandi uppákomur tengdar útivist og listum voru á dagskránni og fróðleik miðlað um ýmislegt tengt náttúrunni, bæði hvernig má nýta hana í skapandi og skemmtilegum verkefnum og einnig hvernig má vernda umhverfi og náttúru. Á hátíðina mættu alls hátt í 200 náttúrubörn víða af landinu og á öllum aldri, frá nokkurra mánaða aldri og upp í 80 ára.
Meira

Veður í ágúst verði svipað og í júlí

Í gær, þriðjudaginn 1. ágúst, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, eftir sumarleyfi. Engin spá var gefin út fyrir júlímánuð en eins og flestir muna var einmuna veðurblíða síðari hluta þess mánaðar. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn 14 talsins. Fundi lauk kl. 14:20.
Meira

Miklir frumkvöðlar í Lýdó

Þær Dagný Stefánsdóttir og Ragnheiður Þórarinsdóttir stefna á nýstárlega ræktun að Laugamýri í Skagafirði en þar er um að ræða samrækt fiska og grænmetis í lokaðri hringrás næringarefna. Fiskurinn, tilapia, býr til áburð fyrir grænmetið og svo er hann einn mest seldi matfiskur í heiminum.
Meira

Stólastúlkur Hömrum slegnar

Stólastúlkur fóru illa að ráði sínu í gærkvöldi þegar þær spiluðu við lið Hamranna frá Akureyri í fallbaráttu 1. deildar kvenna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn megnið af leiknum gáfu stelpurnar tvö ódýr mörk en skoruðu sjálfar aðeins eitt mark og 1-2 tap staðreynd. Það er ljóst að hafi verið brekka fyrir leik þá er það Brattabrekka núna.
Meira