Fréttir

Ruslið burt á Skagaströnd

Íbúar Skagastrandar eru hvattir til að taka til hendinni og taka til í nánasta umhverfi sínu á morgun, laugardaginn 27. maí. Á vef sveitarfélagsins er bent á það að vorið sé komið og þá sé við hæfi að fríska upp á það sem úrskeiðis hefur farið yfir veturinn. Endurvinnslustöðin tekur á móti úrgangi milli klukkan 13:00 og 17:00 og verður ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.
Meira

Nýtt deiliskipulag fyrir Borgarvirki samþykkt

Meira

Afar háar frjótölur þessa dagana

Óvenjugott veðurfar á landinu undanfarin misseri hefur leitt til þess að gróðurinn er mun fyrr á ferðinni þetta vorið en vanalega. Það hefur í för með sér að frjótölur eru nú mjög háar og á Akureyri mældust frjótölur birkifrjókorna 658 á sunnudaginn en það er allra hæsta frjótala sem mælst hefur á einum sólarhring á landinu samkvæmt frétt RUV í gær.
Meira

Alexandersflugvöllur fullnægir öryggishlutverki fyrir íbúa, að mati samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Bjarna Jónssonar varaþingmanns Vg um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki kemur fram það mat ráðherra að þjónusta við flugvöllinn fullnægi öryggishlutverki hans fyrir íbúa á áhrifasvæði hans.
Meira

Útvarpsmessur teknar upp í Blönduóskirkju

Útvarpsmessur úr Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi verða teknar uppp í Blönduósskirkju í dag og á morgun. Þeim verður svo útvarpað á Rás 1 á sunnudagsmorgnum í sumar og hefjast þær klukkan 11. Allar upptökurnar fara fram í Blönduóskirkju og er fólki er boðið að koma í kirkjuna og vera við upptökur á messunum. Hér er um hefðbundnar messur er að ræða og hver messa verður sungin í heild án þess að gert verði hlé. Það er betra vegna hljómburðar að fólk sitji á bekkjum og einnig gerir það andrúmsloftið eðlilegra, að því er segir í auglýsingu frá prófasti.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Næsta sunnudag, 28. maí, kl. 15:00 verður sýningin Prjónað af fingrum fram opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sýningin er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur. Kristín er höfundur samnefndar bókar um Aðalbjörgu Jónsdóttur þar sem fjallað er um handverk og listsköpun Aðalbjargar en hún starfaði lengst af sem kjólameistari. Eftir sextugt hóf hún að prjóna eingirniskjóla, undurfína samkvæmiskjóla sem voru útprjónaðir í hinum ýmsu mynstrum og formum, og gerði hún það bókstaflega af fingrum fram.
Meira

Sex frá Tindastól í afreksbúðir KKÍ

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur en þær eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands í körfubolta. Yfirþjálfarar búðanna völdu 60 drengi og 50 stúlkur allstaðar að af landinu til að taka þátt en þar muna yfirþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir eru fyrir ungmenni fædd 2003 og verða haldnar tvisvar í sumar.
Meira

Á erfitt með að segja nei

Áskorandpenni - Ómar Eyjólfsson Hvammstanga
Meira

Borgunarbikar kvenna – Tindastóll fær Fylki í heimsókn

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls komst áfram í 16 liða úrslit með sigri á Völsungi sl. mánudagskvöld 3-1. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir opnaði markareikning Stólanna á 22. mínútu en Hulda Ösp Ágústsdóttir svaraði fyrir gestina nánast á sömu mínútunni. Það var svo Bryndís Rún Baldursdóttir sem jók mun heimaliðsins rétt áður en dómarinn blés til hálfleiks og staðn því 2-1. Undir lok leiks gulltryggði Madison Cannon sigur Stólanna með marki þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum og Stólastúlkur komnar í 16 liða úrslit.
Meira

Ósáttir við framkvæmdir á landareigninni

Eigendur jarðarinnar Barðs í Húnaþingi vestra telja að verið sé að grafa hitaveitulögn í gegnum land þeirra í óleyfi. Vilja þeir stöðva framkvæmdir og halda því fram að sveitarfélagið Húnaþing vestra hafi ekki framkvæmdaleyfi í þeirra landareign. Á Rúv.is kemur fram að verktakinn hafi verið kominn um 300 metra inn í landið.
Meira