Fréttir

Ljúffengar tortillur og frönsk eplakaka

Í 13 tölublaði Feykis árið 2015 voru þau Jóhann Sigurjón Jakobsson og Bergþóra Sveinbjörnsdóttir á Blönduósi matgæðingar vikunnar. „Við erum ekki beint stórtæk í eldhúsinu en við grípum stundum í uppskriftir sem eru annaðhvort á netinu eða í bókinni „Læknirinn í eldhúsinu“ sem við fengum að sérstakri gjöf frá Sigurði Ólafssyni, húnvetnskum óðalsbónda í Kjós, hér eru tvær sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur,“ segja þau.
Meira

1. apríl senn liðinn og rétt að leiðrétta falsfréttir

Feykir óskar öllum ánægjulegs aprílmánaðar með vorkomu og skemmtilegheitum í vændum. Brugðið var á leik og reynt að kæta fólk sem fór inn á Feyki.is og sagðar nokkrar fréttir sem stóðust ekki sannleiksprófið. Þær eru eftirfarandi:
Meira

Ljóð dagsins

Ljóð dagsins er eftir Andra Snæ Magnason og hljóðar svo:
Meira

Bílastæði við Árskóla leðjubundið í dag

Eigendur þeirra bíla sem eru staðsettir á bílastæði við Árskóla og íþróttahús á Sauðárkróki eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá fyrir klukkan 16:00 í dag þar sem fara á í aðgerðir á stæðinu sem binda mun aurinn saman líkt og olíumöl.
Meira

Engar gabbfréttir í dag

Feykir hefur ákveðið að feta í fótspor fjölmiðla í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, sem ætla að sleppa hefðbundnu aprílgabbi í dag. Á Rúv segir að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum. Feykir tekur heilshugar undir þetta og mun ekki birta ósannar fréttir í dag!
Meira

Tímabundið leyfi fyrir matarvagn við Glaumbæjarsafn samþykkt

Á Facebooksíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að matarvagn í Glaumbæ sé sannarlega ekki efstur á óskalista starfsmanna safnsins. „Allt sem tefur fyrir umferð á alltof litlu bílastæði gerir erfitt ástand verra og með fullri virðingu fyrir matarvögnum að þá bæta þeir ekki minjagildi þjóðargersema á borð við gamla bæinn í Glaumbæ.“ Tilefni þessa skrifa er að skipulags- og byggingarnefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss sem er á staðnum.
Meira

Ný efnistökusvæði í Staðaröxl og Gilsbungu

Skipulags- og byggingarnefnd ákvað á fundi sínum þann 8. mars sl. vegna Aðalskipulags Skagafjarðar að skoðaðir yrðu 12 námukostir sem kæmu til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Er það gert til að bregðast við efnisþörf sem kemur til m.a. vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu sem og að huga þarf að nýjum námukostum þar sem verulega hefur saxast á efni á Gránumóum. Nú er það ljóst að vænlegasta tillagan og einnig sú hagkvæmasta er að efnistakan verði í Staðaröxl og síðar í Gilsbungu.
Meira

Fyrstu gangbrautarljósin sett upp á Sauðárkróki

Í dag verða gangsett gangbrautarljós við Árskóla á Sauðárkróki. Gangandi vegfarendur ýta á hnapp til að óska eftir „grænum karli“ og virkja rautt ljós á ökutæki. Sérstakir skynjarar nema nærveru gangandi vegfarenda á leið yfir götu og er ljósatími stilltur eftir því hversu lengi viðkomandi er á leið yfir götuna.
Meira

Hreinsun í Húnaþingi - bílana burt

Eitthvað hefur borið á því undanfarið að númerslausar bifreiðar „prýði“ götur og lóðir á Hvammstanga og Laugarbakka. Nú mega eigendur þeirra eiga von á því á næstunni að þeim berist áminning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um að þær skuli fjarlægðar fyrir 20. apríl nk.
Meira

Óvissa með framtíð Háholts sem meðferðarheimili

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði en uppi eru áform um að loka heimilinu frá og með næsta hausti. Fyrirhugað er að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið og áætlað að veita um 500 milljónum króna í nýbyggingu undir starfsemina.
Meira