Blóðsöfnun gengur vel
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
11.05.2017
kl. 09.59
Blóðbankabíllinn er nú á ferð um landið og er þessa stundina staddur á planinu við Skagfirðingabúð. Þegar tíðindamaður Feykis.is kíkti við í bílnum um það leyti sem opnað var í morgun var strax komin biðröð við bílinn. Konurnar sem starfa við blóðsöfnunina létu mjög vel af ferðum sínum, þær sögðu Skagafjörð vera með þeim svæðum á landinu sem safnast vanalega best en í gær fengu þær ríflega 50 blóðgjafa á Sauðárkróki en allt í allt komu um 70 manns til þeirra. Ekki fá allir að gefa blóð þar sem ekki mega líða meira en fimm ár frá síðustu blóðgjöf án þess að þurfa að fara í athugun fyrst.
Meira
