Fréttir

Harmar seinkun á ljósleiðarasambandi

Stjórn Húnanets ehf. harmar þá seinkun sem hefur orðið á ljósleiðaravæðingu í Húnavatnshreppi. Félagið sendi frá sér tilkynningu á vef Húnavatnshrepps og þar kemur fram að margir óviðráðanlegir þættir hafi valdið þessum töfum. Er vonast til að stór hluti þeirra heimila sem nú þegar eru komin með ljósleiðara inn í hús geti tengst ljósleiðarakerinu í kringum 15.-20. febrúar nk.
Meira

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks

Föstudaginn 3. febrúar verður haldinn fyrirlestur um næringu íþróttafólks í Húsi frítímans á vegum Ungmennafélagsins Tindastóls. Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur mun þá koma og vera með erindi þar sem farið verður yfir næringarþarfir íþróttafólks og hvernig hægt er að nota hollt mataræði til þess að ná sínum markmiðum.
Meira

Viðskiptaráð leggur til sölu á kirkjum

Viðskiptaráð Íslands hefur lagt til að ríkissjóður losi um eignarhald sitt að þeim 22 kirkjum sem eru í ríkiseigu. Þeirra á meðal eru Barðskirkja í Fljótum, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Hóladómkirkja, Auðkúlukirkja í Húnavatnshreppi og Kirkjuhvammskirkja við Hvammstanga.
Meira

Ætla að veita afslátt af gatnagerðargjöldum

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að auglýsa sérstaklega byggingarlóðir við þegar tilbúnar götur þannig að veittur verði afsláttur allra gatnagerðagjalda vegna bygginga á lóðunum. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að eftirfarandi ákvæði gildi um úthlutun allt að fjögurra íbúðarhúsalóða sem afslátturinn muni ná til.
Meira

Vilko og Prima flytja í mjólkurstöðina

Fyrirtækið Vilko á Blönduósi hefur flutt starfsemi sína í húsnæði að Húnabraut 33 á Blönduósi, sem áður hýsti mjólkurstöðina. Sagt er frá þessu á Húnahorninu og þar kemur fram að búið sé að hreinsa allt út úr því húsnæði sem minnti á mjólk og mjólkurframleiðslu.
Meira

Æfðu á grasi í síðustu viku

Umræðan um grasvellina á Sauðárkróki hefur oft verið á neikvæðu nótunum, þar sem mörg undanfarin sumur hafi þeir komið illa undan vetri og seinir til, þegar vorar. Og ekki man blaðamaður eftir því að hafa heyrt að völlunum sé hrósað á miðjum vetri en æft var á einum grasvellinum í síðustu viku.
Meira

Einn Hafnarfjarðarbrandari og annar úr Breiðholti

Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni í Hafnarfirði sem sagði sínar farir ekki sléttar. Að lokinni áfengismeðferð hjá SÁÁ tók hann þá ákvörðun að halda sig frá áfengisneyslu sem allra mest á sínum eigin forsendum. Hann sökkti sér niður í AA-fræðin og aflaði sér lesefnis af þeim toga erlendis frá. Hann hafnaði allri leiðsögn og ,,hjálp“ sem reynt var að troða upp á hann, og leyfði sér meira að segja að hafa uppi efasemdir um réttmæti þess hvernig SÁÁ-menn útfæra sum atriði í AA-fræðunum.
Meira

Sýningin á Billa Blikki fellur niður

Á morgun stóð til að Króksbíó tæki til sýningar myndina um krakkamyndina um kólabjarðarstrákinn Billa Blikk kl. 16. Af óviðráðanlegum orsökum verður ekkert af sýningu myndarinnar að þessu sinni og er beðist velvirðingar á því. Króksbíó sýnir þó verðlaunamyndina La La Land annað kvöld kl. 20 og ættu unnendur góðra bíómynda ekki að láta þá hugljúfu söng- og dansamynd framhjá sér fara.
Meira

Formaður Dögunar í útgerð

Happafleyið Leiftur SK 136 frá Sauðárkróki hefur fengið nýja eigendur þar sem Jón Gísli Jóhannesson sjómaður á Hofsósi og Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra og formaður Dögunar hafa keypt það af Ragnari Sighvats útgerðamanni á Króknum.
Meira

Sálfræði- og geðhjálp á netinu

Tölum saman, er nýtt úrræði á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og Dags Bjarnasonar geðlæknis sem miðar að því að auka aðgengi almennings, þá sérstaklega fólks á landsbyggðinni, að gagnreyndri sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Um er að ræða fjarþjónustu þar sem viðtal við sálfræðinginn fer fram með öruggum hætti í gegnum myndfundi á internetinu með forritinu Kara connect. Að sögn Dags hentar þessi þjónusta einstaklega vel þeim sem hafa ekki tök á, eða kjósa ekki, að nota hefðbundna sálfræðiþjónustu þar sem þarf að ,,heimsækja“ sálfræðinginn.
Meira