Fréttir

Yfirferð hönnunarútboða vegna nýs skrifstofuhúsnæðis Byggðastofnunar á lokastigi

Alls sendu átta hæfir aðilar inn tilboð í hönnunarútboð vegna nýs skrifstofuhúsnæðis Byggðastofnunar á Sauðárkróki en þátttakendur voru valdir með tilliti til hæfni og reynslu að hönnun mannvirkis og lóðar. Á vef Framkvæmdasýslu ríkisins segir að leitað hafi verið eftir hönnunarteymi, sem gæti tekið að sér að hanna skrifstofubygginguna, samkvæmt kröfu og þarfalýsingu sem er hluti af útboðsgögnum.
Meira

„Mikilvæg viðurkenning fyrir konur í nýsköpun“

Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis á Sauðárkróki hlaut í síðustu viku hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri, FKA. Hún er með meistarapróf í næringarfræði og doktorspróf í matvælaefnafræði og framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis á Sauðárkróki.
Meira

Málmey SK 1 veiddi mest ferskfisksskipa

Vefsíðan Aflafréttir hefur tekið saman lista yfir aflahæstu togara landsins fyrir árið 2016. Skagfirski togarinn Málmey SK 1 var fengsæll og bar mestan afla allra ísfisksveiðiskipa að landi, alls 8551 tonn í 47 löndunum. Næstu skip voru Björgvin EA 311 með 7467 tonn og Helga María AK 16 með 7454 tonn. Í ellefta sæti kemur svo Klakkur SK 5 með 5654 tonn.
Meira

Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Meira

Rannveig Sigrún sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Síðastliðinn föstudag fór fríður hópur ungmenna úr Félagsmiðstöðinni Friði í Skagafirði til Dalvíkur en þar fór fram söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, Norður-org. Þrettán atriði voru skráð til leiks og kepptu um þau fimm sæti sem voru í boði í Söngkeppni Samfés sem verður haldi 25. mars nk. í Laugardalshöll.
Meira

Nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps

Í tilefni af degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar langar okkur að segja nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps og hvað á daga okkar hefur drifið síðasta árið. Kvenfélag Seyluhrepps var stofnað 1932 og eru félagar þess 35 talsins. Markmið félagsins eru að styrkja nærumhverfið og hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á samfélagið sem við búum í.
Meira

63 þúsund þátttakendur í Blóðskimun til bjargar

Viðtökur landsmanna við Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum hafa verið frábærar en nú þegar hafa rúmlega 63 þúsund manns um allt land skráð sig til þátttöku. Þjóðarátakið hófst um miðjan nóvember síðastliðinn þegar 148 þúsund manns á landinu öllu, sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr, fengu boð um þátttöku. Því hafa rúm 42% þeirra skráð sig til þátttöku og hefur rannsókninni þegar borist blóðsýni frá um sjö þúsund þátttakendum.
Meira

Þarfagreining vegna menningarhúss á Sauðárkróki

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. föstudag var lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi menningarhús á Sauðárkróki. Tilnefndir hafa verið fulltrúar í sérstaka þarfagreiningarnefnd um byggingu slíks húss.
Meira

Viðskiptaráð vill selja Hóladómkirkju

Viðskiptaráð vill að ríkissjóður selji 22 kirkjur þar á meðal Hóladómkirkju. „Ekkja stendur aldin kirkja, ein í túni fornra virkja, hver vill syngja, hver vill yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng?" kvað Matthías Jochumsson í kvæði sínu Skín við sólu Skagafjörður. Hóladómkirkja stendur nú ekki lengur ein á veluppbyggðum Hólastað.
Meira

Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
Meira