feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
08.04.2017
kl. 11.24
Ekki var samráð haft við ungt fólk þegar ákveðið var að gera stórvægilegar breytingar á menntakerfinu, stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár og taka í notkun nýtt einkunnakerfi á samræmdum prófum í grunnskólum landsins. Ungt fólk verður fyrir miklum áhrifum af breytingunum. Stytting á námi til stúdentsprófs getur orðið til þess að minni tími gefst til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Breytingarnar hafa líka neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu ungmenna. Þetta er á meðal þess sem fram kom á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.-7. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ekki bara framtíðin – ungt fólk, leiðtogar nútímans.
Meira