Fréttir

Hólmfríður Sveinsdóttir fékk hvatningarviðurkenningu FKA

Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnurekstri var haldin í gær við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Hátíðin er nú haldin í átjánda sinn og voru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Doktor Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein ehf og Protis ehf. á Sauðárkróki hlaut hvatningarviðurkenninguna.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar um helgina

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. nk. en þá munu áhugasamir þátttakendur fylgjast með garði í einn klukkutíma. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að talningin miði við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Meira

Brautargengi í Skagafirði

Áformað er að halda námskeiðið Brautargengi í Skagafirði og mun það hefjast 1. febrúar. Um er að ræða námskeið fyrir konur sem vilja vinna að eigin viðskiptahugmynd í nýju eða starfandi fyrirtæki.
Meira

Blöndubrú verr farin en við var búist

Framkvæmdum á Blöndubrú er að ljúka. Hafa þær staðið yfir síðan í ágúst. „Þetta hefur gengið vel en hún var bara miklu verr farin en við gerðum ráð fyrir, þannig þetta var því miklu stærri aðgerð en var áætlað,“ sagði Sigurður Hallur Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, í samtali við Feyki.
Meira

Meðalaldurinn á einni stofunni á HSN á Blönduósi er rúm hundrað ár

Það má segja að meðalaldurinn í einu herberginu á sjúkradeild HSN á Blönduósi sé býsna hár. Þar búa tvær konur sem samanlagt eiga rúmlega 201 aldursár að baki. Sigrún Hjálmarsdóttir er fædd í september árið 1915 og María Magnúsdóttir í október árið 1916. Þær hafa báðar fótavist - eru ótrúlega ernar eins og gjarnan er sagt. Blaðamaður Feykis heimsótti Maríu og Sigrúnu síðast liðinn föstudag og fékk þær til að rifja upp nærri aldar gamlar minningar.
Meira

BODY MOVES / DNCE

Það styttist í janúarmánuði og veðrið minnir allt eins á sumarið en veturinn. Það er því upplagt að gera gott sumarpartí og því er lagið að þessu sinni Body Moves með gleðisveitinni bandarisku, DNCE.
Meira

Hugleiðing um múrverk

Nú hyggst Trump halda áfram með Múrinn á landamærum USA og Mexíkó og ætlar að láta Mexíkóa borga brúsann. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort þetta þýði þá að Trump sé frímúrari?
Meira

Hugleiðing um múrverk

Nú hyggst Trump halda áfram með Múrinn á landamærum USA og Mexíkó og ætlar að láta Mexíkóa borga brúsann. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort þetta þýði þá að Trump sé frímúrari?
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hættir störfum

Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun þess er lögregluembættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í ársbyrjun 2015. Páll, sem er komin á 69. aldursár, segist þeirrar skoðunar að menn eigi að hætta störfum áður en þeir verði að gera það við 70 ára aldur. Starfslok hans verða 31. mars nk.
Meira

Formaður knattspyrnudeildar Tindastóls hættir

Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, mun ekki gefa kost á áframhaldandi setu á formannsstóli. Ómar hefur í 25 á eða, frá árinu 1991, stýrt deildinni við góðan orðstír. Hann segir að nú sé mál að linni og nýir taki við keflinu en framundan er stjórnarfundur knattspyrnudeildarinnar.
Meira