Fréttir

Partý hjá Búhöldum

Það er mikið líf og fjör hjá Búhöldum á Sauðárkróki þessa dagana, - ekki nóg með að byrjað var á framkvæmdum á nýjum húsum í vikunni -, því nú er búið að blása í partýlúðrana. Haldin verður vetrarhátíð Búhölda annað kvöld klukkan 19: 00 á Kaffi Krók.
Meira

Ellefu „framúrskarandi fyrirtæki“ á Norðurlandi vestra

Í fyrradag var formlega tilkynnt hvaða fyrirtæki hefðu komist á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2016. Ellefu fyrirtæki á Norðurlandi vestra komust á listann sem í allt telur 642 fyrirtæki eða 1,7% fyrirtækja í landinu sem uppfylltu skilyrði til viðurkenningar.
Meira

Þorrablót á svæðinu skipta tugum

Það hefur vart farið framhjá neinum að þorrinn er genginn í garð. Þorrablótin sem haldin eru á Norðurlandi vestra skipta einhverjum tugum, auk þess sem átthagafélög syðra halda sum hver þorrablót fyrir brottflutta.
Meira

Ísak Óli með brons og Theodór Karlsson Íslandsmeistari

Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason hafnaði í 3. sæti í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Hafnarfirði um síðustu helgi. Hlaut hann 4673 stig og bætti sinn fyrri árangur um 294 stig.
Meira

Della í Ljónagryfjunni

Tindastólsmenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni suður með sjó fyrr í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik Stólanna komust heimamenn inn í leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks, með aðstoð dómaranna, og þeir reyndust síðan sterkari á lokamínútum leiksins og unnu dýsætan sigur, 92–86.
Meira

Engin kæra barst vegna kjafthöggs Brynjars Þórs

Mikið hefur verið rætt um atvik sem varð í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla frá 6. janúar sl. þegar Tindastólsmaðurinn Björgvin Hafþór Ríkarðsson féll í gólfið eftir samstuð við Brynjar Þór Björnsson í liði KR. Dómarar sjá ekki hvað gerist og láta leikinn halda áfram en á myndböndum eftir á má sjá að Brynjar Þór slengir til hans hendinni og slær hann í andlitið. Stuðningsmenn Tindastóls klóra sér í höfðinu og spyrja sig: Má þetta bara?
Meira

Séstakur byggðastyrkur til lagningar ljósleiðara

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þar af fara 4,3 milljónir í Húnaþing vestra og 9,8 í Sveitarfélagið Skagafjörð, að því er fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
Meira

Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót, viðburður á vegum Markaðsstofa landshlutunna,var haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudaginn var. Um þrjátíu ferðaþjónustufyrirtæki af Norðurlandi vestra mættu þangað og kynntu starfsemi sína. Var þetta í fjórða sinn sem sýningin var haldin og hafa gestir aldrei verið fleiri.
Meira

Grafið fyrir nýjum húsum Búhölda

Í gær var byrjað að grafa fyrir enn einu húsi Búhölda á Sauðárkróki, félags um byggingu húsa fyrir eldri borgara, en alls munu þrjú hús rísa í þessum áfanga. Tvær íbúðir eru í hverju húsi og bílskúr á milli. Steyptir verða grunnar en húsin koma samsett úr steypueiningum frá Akranesi. Alls verða íbúðirnar 50 talsins þegar húsin þrjú verða risin. Að sögn Ragnars Guðmundssonar stjórnarmanns Búhölda, koma húsin frágengin að utan og með öllum lögnum innan. Hiti verður i gólfum og því engir ofnar á veggjum.
Meira

Hraðbanki á förum frá Hólum

Hraðbanki sem hefur þjónað íbúum Hólastaðar og nærsveitarmönnum frá árinu 2005 var tekinn niður í byrjun vikunnar og fluttur burt. Íbúar staðarins eru óánægðir með aðgerðina og hafa sent harðorð mótmælabréf til Arion banka og skora á stjórnendur hans að hætta við aðgerðina.
Meira