Fréttir

Húnvetnska liðakeppnin hófst á þorrablóti

Á föstudagskvöldið voru fyrstu keppendurnir í Húnvetnsku liðakeppninni dregnir í lið og haldin keppni án hests. Það var fjólubláa liðið sem vann keppnina og fékk þar með tvö stig inn í mótaröðina.
Meira

Óska eftir viðræðum við veitunefnd

Á fundi veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í byrjun janúar var lagt fram erindi frá land- og húseigendum í utanverðu Hegranesi. Í erindinu var óskað eftir viðræðum við veitunefnd vegna framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna.
Meira

Hvöt undirritar samning við samstarfsaðila

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi hefur undanfarna mánuði unnið að gerð samstarfssamningu við Blönduósbæ og ýmis fyrirtæki á staðnum, í þeim tilgangi að styrkja starfsemi félagsins enn frekar.
Meira

Nýjar reglur um veitinga- og gististaði

Gefin hefur verið út, ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á grundvelli breytinga sem gerðar voru á síðasta ári. Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að væntanlega verði helstu áhrif reglugerðarinnar, annars vegar einföldun á leyfisveitingu til minnstu gististaðanna þ.e. heimagistingar og hins vegar að auka umsýslu sveitarfélaga við leyfisveitingar og minnka tekjur þeirra.
Meira

Skarphéðinn Húnfjörð maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins hafa valið Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016. „Skarphéðinn hefur í meira en aldarfjórðung skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetninga og er það mikil gæfa fyrir héraðið að eiga hann að,“ segir í frétt á Húnahorninu.
Meira

Enn heimtast kindur af fjalli

Í gær náðist að koma fimm kindum til byggða úr Vesturfjöllum, tvær þeirra voru handsamaðar en þrjá fóru niður fyrir brúnagirðingu ofan Áshildarholts. Þar sem Ari J. Sigurðsson hefur saknað kinda hefur hann farið í fjöllin í nokkur skipti til að athuga hvort einhver von sé á að fé finnist. Árangurinn er sá að ellefu kindur hafa náðst síðustu tvær vikur úr Vesturfjöllum.
Meira

Fjöldi leitarmanna tóku þátt í leit að Birnu

Einbeiting, kraftur og samkennd einkenndu hóp björgunarsveita landsins um helgina þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur en um umfangsmestu leit var að ræða sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt hingað til. Félagar úr björgunarsveitum á Norðurlandi vestra slógust í hópinn en um 500 björgunarsveitamenn, tóku þátt í leitinni. Eins og fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fannst Birna í gær og var hún þá látin.
Meira

Yngstu körfuboltakrakkarnir á Króksamóti

Króksamótið hófst í morgun í íþróttahúsinu, Síkinu, á Sauðárkróki í morgun og stendur til klukkan 16.00 í dag. Þar eru yngstu iðkendur körfuboltans að reyna með sér og nýtur mikilliar vinsældar keppenda sem áhorfenda. Mótinu lýkur með æsilegri troðslu- og þriggjastigakeppni meistaraflokks Tindastóls karla.
Meira

Skagfirðingar á leið til Danadrottningar

Skagfirska líftæknifyrirtækið Protis sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski, verður meðal fyrirtækja sem slæst í för með forseta Íslands í opinberri heimsókn hans til Danmerkur í næstu viku. Laufey Kristín Skúladóttir markaðs- og sölustjóri Fisk Seafood og Íris Björk Marteinsdóttir sölu- og gæðastjóri Protis verða fulltrúar fyrirtækisins.
Meira

Besta ár í lambakjötssölu frá hruni

Innanlandssala á lambakjöti var 5,2% meiri 2016 en árið á undan samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunnar en alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra. Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að salan hafi ekki verið meiri síðan hrunárið 2008 en samdráttur var í sölunni þrjú ár þar á undan. Erlendir ferðamenn virðast vera komnir á bragðið.
Meira