Fréttir

Tónlistarkennarar samningslausir

Ég var að hlusta á fréttir ekki alls fyrir löngu og þá var sagt að tónlistarkennarar væru ekki með gildan kjarasamning og án hans í þó nokkurn tíma. Ég fæddist á Blönduósi fyrir tæpum 50 árum, ólst upp á bænum Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Ég er yngstur af átta systkinum. Á heimilinu var orgel, fótstigið, og var ég ansi öflugur að spila á það sem barn, og hafði tónlist frá eldri bræðrum mínum sem fyrirmynd. Það var Stones, Bítlarnir og Slade.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla og farsældar á ári komanda með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Meira

Maður ársins 2016

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin hófst kl. 13 föstudaginn, 23. desember og lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Messur á aðfangadag í Skagafirði

Í dag klukkan 18:00 verður aftansöngur í Sauðárkrókskirkju, Edda Borg Stefánsdóttir mun syngja einsöng. Hún mun einnig sjá um einsöng í miðnæturmessu í sömu kirkju klukkan 23:30 í kvöld. Þá verður hátíðarmessa í Glaumbæjarkirkju kl 2130 og Víðimýrarkirkju kl: 23:00.
Meira

Víkur á Skaga í fyrsta sinn með veiturafmagn

Lokið var við að tengja bæinn Víkur á Skaga við veiturafmagn í gær en þar með hefur dísilrafstöðin á bænum lokið hlutverki sínu. Lagður var háspennujarðstrengur frá Höfnum í Skagabyggð að Hrauni í Skagafirði, tæpa 15 kílómetra leið, auk ljósleiðara.
Meira

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins. Húnahornið greinir frá þessu.
Meira

Skottujól í loftið

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Vill byggja 20 íbúða fjölbýlishús á Blönduósi

Fyrirtækið Uppbygging hefur óskað eftir að fá að byggja 20 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum á Blönduósi og er áætlað að verktími standi frá vori 2017 til vors 2018.
Meira

Hátíðar hugvekja þingmanns

Hin árlega hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Ég sit í stofunni minni heima á Sauðárkrók með flöktandi kertaljós í vetrarmyrkrinu, úti bylur veðrið á gluggunum og snjórinn hylur götuna. Á þessum tíma hafa forfeður okkar haldið upp á jól langt aftur í aldir, allt frá því að heiðnir menn héldu sína jólahátíð til að fagna vetrarsólstöðum og eftir að Íslendingar tóku kristna trú og fögnuðu fæðingu frelsarans. Margt hefur breyst í tímanna rás en þó hafa ákveðin atriði haldið velli í jólahaldi en það eru gleði, vinátta og kærleikur.
Meira

Pétur Rúnar Birgisson er íþróttamaður Tindastóls 2016

Í gærkvöldi fór fram val á íþróttamanni Tindastóls fyrir árið 2016. Sex frambærilegir íþróttamenn höfðu verið tilnefndir en sá sem helst þótti skara fram úr á árinu er körfuboltasnillingurinn Pétur Rúnar Birgisson. Á heimasíðu Tindastóls segir að Pétur hafi átt frábært ár sem körfuknattleiksmaður og sé orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins þrátt fyrir ungan aldur.
Meira