Fréttir

Margir reyndu við myndagátu Feykis

Dregið hefur verið úr fjölmörgum réttum lausnum á myndagátu sem birtist í Jólablaði Feykis. Lausn gátunnar er eftirfarandi: Íslendingar fengu tvisvar tækifæri á árinu til að kjósa sér æðstu embættismenn þjóðarinnar, forseta og þingmenn/alþingismenn.
Meira

Hefur styrkt menningarmál í héraði í hálfa öld

Menningarstyrkir KS voru afhentir á mánudaginn var. Í máli Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kom fram að sjóðurinn hefði í hálfa öld styrkt menningarmál í héraði og hlypu upphæðir styrkja á hundruðum milljóna á núvirði. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem fara til íþróttamála. Þórólfur sagði ánægjulegt fyrir kaupfélagið að geta stutt við hið blómlega menningarlíf sem dafnar í héraðinu. Alls voru veittir 26 styrkir til ýmissa kóra, félagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem á einn eða annan hátt leggja eitthvað til menningarmála á svæðinu. Eftirtaldir hlutu styrki:
Meira

Mestu atvinnutekjur á Norðurlandi vestra árið 2015 komu úr opinberri stjórnsýslu

Verulegur samdráttur varð á Norðurlandi vestra í atvinnutekjum bæði í Húnavatnssýslum og í Skagafirði samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum. Í skýrslunni er gefin mynd af þróun atvinnutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. Atvinnutekjur á Norðurlandi vestra námu tæpum 18,4 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu dregist saman um 260 milljónir að raunvirði frá árinu 2008 eða um 1,4%. Í Húnavatnssýslum drógust atvinnutekjur saman um 3,0% og íbúum fækkaði um rúmlega 200 eða 6,6%, mest í Húnaþingi vestra og á Skagaströnd. Í Skagafirði drógust atvinnutekjur saman um 0,4% og íbúum fækkaði um ríflega 130 eða 3,3%.
Meira

Gleðibankinn er sannarlegur ógleðibanki / BJÖRN LÍNDAL

Tónlistarmaður er nefndur Björn Líndal Traustason (1962) og býr við Hlíðarveg á Hvammstanga. Hann er Húnvetningur í húð og hár, sonur Trausta og Lilju á Laugarbakka í Miðfirði og er framkvæmdastjóri SSNV. Björn hefur komið við í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Lexíu frá Hvammstanga, en hann spilar á allnokkur hljóðfæri þó gítarinn hafi alltaf heillað mest. Hann segist þó alveg laus við að hafa unnið einhver tónlistarafrek en bætir við... „– Það var samt ákveðið afrek að starfa sem tónlistarkennari um tíma, en ég hélt það ekki lengi út.“
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Í dag, 21. desember eru sólhvörf að vetrarlagi eða vetrarsólstöður, en þá er sólargangur stystur á himni. Vísar orðið sólstöður til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Þessi árstími er heiðnum mönnum hátíðlegur ekki síður en þeim kristnu en því er fagnað að sólin fer hækkandi á lofti. Þá eru haldin jólablót hjá goðum ásatrúarmanna og blótað til heilla Freys, árs og friðar.
Meira

Áróra Rós hlaut milljón úr Vísindasjóði Landspítala

Tíu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala voru afhentir úr vísindasjóði hans fimmtudaginn 15. desember sl. í Hringsal stofnunarinnar. Styrkþegarnir gerðu grein fyrir rannsóknum sínum en hver styrkur nemur einni milljón króna. Meðal styrkþegar var Skagfirðingurinn Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur.
Meira

Sjómenn í verkfalli fram á nýtt ár

Sjómannaverkfall sem hófst þann 14. desember sl. stendur enn yfir og ljóst að staðan er snúin. Fréttir herma að nokkur spölur sé í land hvað samninga snertir en sjómenn vilja ekki þann samning sem lagður hefur verið fram. Fundað var í morgun á milli deiluaðila sem stóð stutt yfir en boðað hefur verið til nýs fundar eftir áramót.
Meira

22 kepptu í jólajúdó

Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Meira

Jólatónar í kvöld og á morgun

Tónleikarnir Jólatónar verða í kvöld klukkan 20:30 í Glaumbæjarkirkju og á morgun þriðjudag í Miklabæjarkirkju klukkan 17:00 og Hóladómkirkju kl 20:30. Fram koma strengjasveit auk ungra söngvara og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Meira

Þreksporti gert gagntilboð í Borgarflöt 1a

Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sl. fimmtudag að gera fyrirtækinu Þreksport gagntilboð í húseignina Borgarflöt 1a. Hljóðaði það upp á 48 milljónir króna og hefur verið gengið að því.
Meira