Fréttir

Er þetta ekki orðið gott?

„Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra," segir í Biblíunni. Þrátt fyrir þetta verður Herra Hundfúll að viðurkenna að hann þolir ekki KR og finnst að þeim mætti alveg ganga verr í körfunni – án þess þó að vilja þeim nokkuð illt. Þeir mega reyndar alveg vinna Stjörnuna í kvöld...
Meira

Bó og meira til

Eftir þrotlausar æfingar í vetur er komið að tónleikunum Bó og meira til sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur að ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar á Blönduósi.
Meira

Fræðslustjóri að láni

Verkefnið Fræðslustjóri að láni er hafið í Húnaþingi vestra en markmið þess er að gera sveitarfélaginu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg. Felst það í því að bæta gæði þjónustu, auka framlegð og starfsánægju starfsmanna.
Meira

„Litla daman er hörkudugleg“

Lilja Gunnlaugsdóttir og Valur Valsson, búsett í Áshildarholti við Sauðárkrók, eignuðust fallega stúlku þann 12. janúar sl. Stúlkan var búin að eiga erfiðar síðustu vikur í móðurkviði og höfðu mæðgurnar verið í ströngu eftirliti frá því að hraðtaktur kom í ljós í mæðraskoðun á 34. viku. Stúlkan fór ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar þar sem gera þurfti "opna hjartaaðgerð" á henni. Dvölin hefur verið lengri en áætlað var í fyrstu og ennþá er óvíst hvenær þau komast heim með dömuna. Lilja og Valur eiga fyrir aðra dóttur, Ásrúnu. Hún er 5 ára og er mjög dugleg stelpa sem bíður spennt eftir að fá mömmu og pabba heim með litlu systur. Búið er að stofna styrktarsíðu á Facebook sem heitir Styrktarsíða Stúlku Valsdóttur þar sem hægt er að styrkja þau á einn eða annan hátt og kaupa vörur á sanngjörnu verði og rennur hluti andvirðis til Lilju og fjölskyldu.
Meira

Molduxamótið 2017

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
Meira

Nemandi í Höfðaskóla sigurvegari í smásagnasamkeppni

Undanfarin 7 ár hefur Félag enskukennara á Íslandi staðið fyrir smásagnasamkeppni sem haldin er í tengslum við Evrópska tungumáladaginn. Nemendur í 4.-10. bekk í grunnskólum, sem og nemendur framhaldsskóla, geta tekið þátt í þessari keppni. Verðlaunasætin eru ellefu, fyrsta til þriðja sæti í þremur riðlum, 7.-8. bekkur, 9.-10. bekkur og framhaldsskóli, og fyrsta og annað sæti í riðlinum 4.-6. bekkur. Nemendur áttu að skrifa sögur sínar út frá fyrirfram gefnu þema sem að þessu sinni var Roots (rætur).
Meira

Hápunkturinn að spila Blindsker með Bubba og Dimmu á Bræðslunni / ÁSKELL HEIÐAR

Það er ávallt viðburðaríkt hjá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, enda kappinn með fyrirtæki undir því nafni sem þeytir upp viðburðum af ýmsu tagi og oftar en ekki tónlistartengdum. Má þar til dæmis nefna Drangey Music Festival og svo er hann einn Bræðslubræðra. Heiðar er fæddur þegar hraun ran á Heimaey og uppalinn á Borgarfirði eystra, kom hingað á Sauðárkrók í fjölbrautaskóla, kynntist frábærri skagfirskri konu af úrvalsættum og er hér enn, fjórum dætrum síðar, eins og hann segir sjálfur.
Meira

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 5.-7. apríl mun UMFÍ standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði og er þetta í níunda sinn sem UMFÍ stefnur fyrir slíkri ráðstefnu. Að þessu sinni verður hún haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
Meira

Fékk uppáhalds söngkonuna í heimsókn

Heiðrún Erla Stefánsdóttir á Sauðárkróki fékk óvænta heimsókn á Barnaspítala Hringsins á dögunum þegar uppáhalds söngkonan hennar birtist óvænt og gaf sér tíma með henni þrátt fyrir annasama daga. Hólmfríður Sveinsdóttur, móðir Heiðrúnar, segir að hún sé mjög hrifin af Svölu og lék hana m.a. á Öskudaginn.
Meira

Guðlaug maður leiksins gegn Tyrklandi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí lék á Heimsmeistaramóti kvenna 2. deild riðli b sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í síðu viku. Auk Íslands léku lið frá Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Spáni
Meira