Fréttir

Snýst í fremur hvassa suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri seint á morgun.

Bálhvasst hefur verið á Norðurlandi vestra og hefur Veðurstofan gefið út viðvörun þar sem stormur eða rok (meðalvindi meira en 20-28 m/s) verður víðast hvar á landinu í dag. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum í éljaklökkum í dag (35-45 m/s). Aftur er búist við stormi víða um land á morgun. Vegir um Þverárfjall, Holtavörðuheiði og Brattabrekku eru lokaðir vegna ófærðar, svo enginn ætti að leggja upp í langferð á milli norður og suðurlands í dag.
Meira

Þakplötur fuku á Hofsósi

Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær er þakplötur höfðu losnað á íbúðarhúsi skammt utan Hofsóss en einnig losnuðu plötur á hlöðuþaki í Hofsósi. Þá fóru af stað fatagámur og gasgámur sem stóðu við kaupfélagið og gekk sveitin tryggilega frá þeim. Að sögn Elvars Má Jóhannssonar hefur fólk búið sig vel undir veðurofsann og gengið vel frá hlutum. Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í Skagafirði í nótt þrátt fyrir leiðindaveður.
Meira

Gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum

Það ríkti gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum í gær. Vel var mætt að vanda en löng hefð er fyrir því að halda þessa skemmtun strax að lokinni jólamessu í Barðskirkju.
Meira

Jólaballi í Ásbyrgi frestað

Jólaballi kvenfélaganna, sem vera átti í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í dag, hefur verið frestað um sinn.
Meira

Lestrarbingó í jólafríi

Nemendur Grunnskólans austan Vatna hafa verið hvattir til taka þátt í lestrarbingói Heimila og skóla í jólafríinu. Á heimasíðu skólans segir að mikilvægur liður í lestrarnámi og þjálfun barna séu reglulegar æfingar. Rannsóknir hafi sýnt að nemendur sem ekki lesa í skólafríum lesi hægar eftir frí heldur en áður en þeir fóru í frí.
Meira

Jólabarnaball Lions á morgun

Hið árlega Jólabarnaball Lions á Sauðárkróki verður haldið á sal Fjölbrautaskólans klukkan 17 á morgun, miðvikudaginn 28. Desember. Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir, börn og fullorðnir.
Meira

Rannveig Lilja Helgadóttir hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa

23. jólamót Molduxa í körfubolta hófst í morgun. 18 lið eru skráð til keppni og verður leikið viðstöðulaust fram á seinniparts dags þegar úrslit liggja fyrir. Áður en mótið var sett var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í annað sinn. Að þessu sinni var það Rannveig Lilja Helgadóttir sem hlaut þann heiður en hún hefur verið ötul í íþróttastarfi í Skagafirði og komið víða við. Meðal annars hefur Rannveig gegnt starfi formanns sunddeildar Tindastóls, gjaldkeri skíðadeildar Tindastóls í um tvo áratugi, var meðal annarra stofnandi fimleikadeildar innan Tindastóls, sem reyndar er ekki starfandi lengur.
Meira

Er nafli alheimsins í Skagafirði?

Rithöfundurinn Brynja Sif Skúladóttir hefur skrifað sögur um Nikký sem nú er orðin orðin 12 ára gömul og ætlar ein til Sviss þar sem föðurfjölskylda hennar vinnur við stóran sirkus. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni um Nikký og slóð hvítu fjaðranna og verður eflaust spennandi kostur í jólapakkana þessi jólin. Brynja Sif rekur ættir sínar í Skagafjörðinn og segir að pabbi hennar, Skúli Br. Steinþórsson, hafi sagt að nafli alheimsins væri þar og þess vegna var hún send í sveit í Skagafjörð. Feykir fékk Brynju til að segja frá sveitinni, Nikký og sjálfri sér í Sviss.
Meira

Jólamót Molduxa - Myndbönd

23. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið á morgun, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið verður sett með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa kl. 10:55 og fyrstu leikir flautaðir á stundvíslega kl. 11:00. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð. Alls hafa 17 lið skráð sig til keppni svo það er ljóst að mikið verður að gerast. Meistaraflokkur Tindastóls sér um dómgæslu og yngri flokkar sjá um ritaraborðin.
Meira

Jóladagur – Messur í Skagafirði

Í dag, jóladag, verða hátíðarguðþjónustur víða í skagfirskum kirkjum. Klukkan 13:00 hefst guðþjónustan í Goðdalakirkju, organisti Thomas R. Higgerson en Ingibjörg Rós Jónsdóttir syngur einsöng. Í Hóladómkirkju hefst hún kl 14:00 og verður boðið upp á messukaffi á biskupssetrinu eftir guðsþjónustu. Í Fellskirkju verður einnig hátíðarguðsþjónusta kl 14 í dag, jóladag.
Meira