feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2016
kl. 15.50
Samfylkingin er leið yfir því að slitnað hafi upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, samkvæmt yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér í dag vegna slita á fimm flokka viðræðum. „Við töldum góðan möguleika á að þessir flokkar gætu myndað umbótastjórn þar sem í senn yrði unnið að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis og nauðsynlegra fjárfestinga í innviðum ásamt því að koma á kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Við myndum líka vinna að umbóta- og framfaramálum s.s. loftslagsstefnu, atvinnumálum, auknu jafnrétti og nýrri stjórnarskrá, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira