Fréttir

Ný heimasíða Húnaþings vestra

Í dag, 1. mars, opnar ný heimasíða Húnaþing vestra í nýju viðmóti. Markmiðið með breytingunum er að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra. Undir flipunum Stjórnsýsla, Þjónusta og Mannlíf er að finna það er tengist stjórnkerfi og þjónustu sveitarfélagsins ásamt ýmsu sem varðar mannlífið.
Meira

Haukur hættur þjálfun Tindastóls

„Stephen Walmsley er mættur á klakann og tekur við þjálfun mfl. karla ásamt Christopher Harrington. Þetta eru ánægjufréttir fyrir klúbbinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn "heim",“ segir Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls á stuðningsmannasíðu liðsins. Haukur Skúlason, sem ráðinn var þjálfari í haust er þar með hættur þjálfun.
Meira

Steypustöðin eignast Króksverk

Steypustöð Skagafjarðar hefur fest kaup á mölunarfyrirtækinu Króksverki á Sauðárkróki af fyrirtækinu Ölni sem eignaðist það á síðasta ári. Pétur Bjarnason hjá Ölni sagði þá við Feyki að meginástæða kaupanna hafi verið malbikunarstöðin Norðurbik á Akureyri sem Króksverk átti hlut í og fylgir hún ekki með kaupunum nú.
Meira

Gamla kirkjan fær ekki niðurfellingu fasteignagjalda

Óskað hefur verið eftir því að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem lagt hafa mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald hennar, með því að fella niður fasteignagjöldin næstu fimm árin.
Meira

Gull og silfur á Krækjurnar

Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.
Meira

Veggskápur fær nýtt útlit!

Það þekkja eflaust margir hana Auði Björk Birgisdóttur en hún stofnaði í fyrra fyrirtækið Infinity blue á Hofsósi. Þar er hún að bjóða upp á róandi miðnæturböð í fallegustu sundlaug Skagafjarðar og hefur fólk þann kost að fá lánaðar flothettur til að ná betri og dýpri slökun eftir amstur dagsins.
Meira

Ingimar Hólm fékk eldavarnaglaðning

Dregið var í árlegri eldavarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á dögunum. Þátttakendur eru 3. bekks nemendur á landinu öllu og var einn heppinn einstaklingur í Skagafirði sem hlaut vinning.
Meira

Arctic Coastline Route – kynningarfundir á morgun, 28. febrúar, á Skagaströnd og Hvammstanga

Þriðjudaginn 28. febrúar er boðið til kynningarfundar um ferðamannaveginn "Arctic Coastline Route". Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn!
Meira

9000 bollur í Sauðárkróksbakaríi

Á Íslandi hefur tíðkast í yfir hundrað ár að borða bollur á þessum degi þó mun það hafa þekkst eitthvað áður og á WikiPedia segir að í matreiðslubók Þ.A.N. Jónsdóttur frá 1858 er uppskrift að langaföstusnúðum, þ.e. bolludagsbollum. Áætlað hefur verið að íslenskir bakarar baki um eina milljón bolla fyrir bolludaginn en einnig eru margir sem baka bollur heima. Bollurnar eru nú oftast bornar fram með sultu og rjóma innan í og hattur bollunnar skreyttur með súkkulaðihulu eða glassúr en þó eru margar aðrar útgáfur til.
Meira

Nýjar reglur um brauðbari í verslunum

Í matvöruverslunum hefur brauðmeti ýmiskonar verið boðið til sölu óinnpakkað í sjálfsafgreiðslu og flokkast sem „matvæli tilbúin til neyslu“ þ.e. matvæli sem fá enga meðhöndlun fyrir neyslu s.s. hitun eða skolun. Mikilvægt þykir að meðhöndla þessi matvæli með það í huga og verja fyrir mengun eða hindra að þau spillist á einhvern hátt.
Meira