Fréttir

Skagafjörður hlýtur styrk til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli

Þriðjudaginn 28. febrúar gengu Sveitarfélagið Skagafjörður og Fjarskiptasjóður frá samningi um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017. Nam styrkupphæðin alls 53.838.800 kr. fyrir 151 tengda staði. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til verkefnisins. Því er hér um stórt skref að ræða í átt að ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði. Vinna við skoðun og hönnun á þeim svæðum þar sem ljósleiðari verður lagður að þessu sinni er hafin og verður niðurstaða þeirrar vinnu kynnt innan tíðar.
Meira

Fisk Seafood eignast helming í Olís

Útgerðafyrirtækin FISK Seafood á Sauðárkróki og Samherji á Akureyri eiga nú Olíuverzlun Íslands, Olís, að fullu með 50% eignahlut hvort eftir að hafa keypt fjórðungshlut Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Hvor þeirra hafa átt 12,5% hlut í félaginu frá árinu 2012 þegar Fisk og Samherji keytu sig inn í það.
Meira

Smíði Gáskabáta gekk ekki upp

Fyrir skömmu afgreiddi byggðaráð Svf. Skagafjarðar beiðni frá stjórn plastbátafélagsins Mótunar þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið legði fram aukið hlutafé í fyrirtækið að upphæð 12.495.000 kr. Sveitarfélagið á 49% hlut í félaginu á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (49%) og Skagafjarðarhraðlestinni (2%).
Meira

Furðuverur á Hvammstanga - Myndasyrpa

Það mikið um að vera á öskudeginum á Hvammstanga eins og lög gera ráð fyrir, syngjandi furðuverur sem sníktu nammi og kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving og sendi Feyki.
Meira

Jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins í Húnaþingi vestra

Slökkvilið Húnaþings vestra var kallað út í gær þegar eldur kviknaði í sendiferðabíl Flugfélags Íslands við Staðarskála. Þarna var um jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins að ræða og stóðst hann allar væntingar slökkviliðsmanna.
Meira

Norska gæslan sakar Arnar HU um meintar ýsuveiðar

Frystitogarinn Arnar HU 1 sem er í eigu Fisk Seafood þurfti að sigla að ströndum Noregs í gær þar sem greiða þurfti úr ágreiningi við norsk yfirvöld vegna meintra ýsuveiða togarans í þarlendri lögsögu í febrúar í fyrra. Útgerðin reiddi fram tryggingu og Arnar siglir hraðbyr til veiða á ný.
Meira

Söngur og gleði í sólskininu á Króknum

Litrík og glaðleg börn heimsóttu húsakynni Feykis og Nýprents í morgun og fengu gotterí að launum, enda öskudagur og sólin skein glatt á heiðskírum himni. Krakkarnir létu frostið ekkert á sig fá og voru farnir að skoppa á milli fyrirtækja og verslana um leið og færi gafst.
Meira

Rabb-a-babb 143: Sóla

Nafn: Sólveig Olga Sigurðardóttir, eða bara Sóla eins og afi gamli tók upp á að kalla mig barnunga og festist strax við mig. Árgangur: 1973. Hvað er í deiglunni: Úff það er nú ýmislegt, ætli það sé ekki einna helst að trassa ekki skuldbindingarnar í námi, starfi og ekki hvað síst gagnvart heimili og fjölskyldu. Og reyna svo að njóta þessa alls í leiðinni. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Kolbeinn kafteinn finnst mér hafa skemmtilegan orðaforða.
Meira

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag!

Í dag 1. mars er alþjóðlegi hrósdagurinn. Hrósdagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 14 árum en er nú haldinn hátíðlegur víða um heiminn. Á vefsíðu alþjóðlega hrós­dags­ins seg­ir að aðstand­end­ur hans vilji að dag­ur­inn verði „já­kvæðasti dag­ur heims­ins“. Bent er á að eng­in markaðsöfl teng­ist deg­in­um eins og verða vilji með suma aðra daga eins og valentínus­ar­dag­inn, mæðra- og feðradag­inn. All­ir geti því tekið þátt og verið sé að höfða til einn­ar af grunnþörf­um manns­ins; þarfar­inn­ar fyr­ir viður­kenn­ingu.
Meira

Tindastóll með keppendur á Vormóti JSÍ í júdó

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á Vormót JSÍ sem haldið var sl. laugardag hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Sveinn Kristinn Jóhannsson varð þriðji í sínum flokki en aðrir komust ekki á pall.
Meira