Fréttir

Söngur að sunnan

Karlakór Reykjavíkur verður á faraldsfæti næstkomandi laugardag en þá heimsækir hann Skagafjörð og Siglufjörð og heldur tónleika á báðum stöðum. Fyrri tónleikarnir verða í Miðgarði í Skagafirði og hefjast þeir klukkan 14.00. Að þeim loknum verður ekið til Siglufjarðar þar sem kórinn mun syngja í kirkjunni kl. 20. Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, auk tónlistarhjónanna Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara og Sigurðar Ingva Snorrasonar klarínettuleikara. Þá mun kórfélaginn og Skagfirðingurinn Árni Geir Sigurbjörnsson tenór syngja einsöng á tónleikunum. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson.
Meira

Krækjur efstar í 5. deild

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki skráðu sig á Íslandsmótið í blaki nú í ár og spila þar í 5. deild. Um helgina var fyrsta törnering haldin í Kórnum í Kópavogi og unnu Krækjurnar alla sína fimm leiki 2-0 og eru þar með efstar í deildinni.
Meira

Lumar þú á danslagaperlu?

Í nokkurn tíma hefur hópur fólks unnið í verkefninu Danslagakeppnin á Króknum í 60 ár þar sem leitað er að gömlum danslagaperlum úr keppninni og undirbúnar fyrir tónlistarveislu sem haldin verður í Sæluviku Skagfirðinga að vori.
Meira

Kæru íbúar Norðvestur kjördæmis

Nú þegar kosningar eru liðnar viljum við Píratar þakka ykkur kærlega fyrir veittan stuðning. Við höfum náð gríðarlega miklum árangri, 10,9% fylgi og flokkurinn fær, nú í fyrsta sinn, kjörinn þingmann.
Meira

Fjögurra stóla flutningur Hrafnhildar Víglunds

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tekur nú þátt í söngkeppninni Voice Íslands í annað sinn. Í blindprufunni sneru allir dómararnir fjórir sér við og voru augljóslega mjög heillaðir af flutningi hennar. Jewel.
Meira

Fullt hús hjá Sögufélaginu

Vel var mætt á útgáfuteiti Skagfirðingabókar sl. laugardag sem fram fór á Mælifelli á Sauðárkróki en þá var því fagnað að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta bókin í ritröðinni var gefin út. Jafnframt var sú nýjasta að koma út sú 37. í röðinni og var henni gerð góð skil.
Meira

Fannar og félagar í KR b lutu í lægra haldi fyrir Stólunum

Tindastólsmenn gerðu aldrei þessu vant góða ferð í DHL-höllina um helgina. Andstæðingurinn var því miður B-lið KR en leikurinn var liður í Maltbikarnum. Sigurinn var öruggur en sérstaklega léku Stólarnir góða vörn í síðari hálfleik. Lokatölur 63-101.
Meira

Tindastólsmaðurinn Steven Beattie varð írskur bikarmeistari með Cork

Það er alltaf gaman að geta sagt frá góðum árangri fyrrum knattspyrnumanna Tindastóls. Nú um helgina varð hinn írskættaði Steven Beattie bikarmeistari með liði sínu Cork í dramatískum sigri á FH-bönunum í Dundalk.
Meira

Minningartónleikar um Jónas Tryggvason

Tónleikar helgaðir minningu Jónasar Tryggvasonar frá Finnstungu í Blöndudal verða haldnir næstkomandi laugardag, 12 nóvember, í Blönduóskirkju. Að lokinni dagskrá þar verður boðið upp á kaffi og meiri tónlist í boði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Blaut tuska í andlit lýðsins

Ég er frekar nýtin manneskja, enda alin upp af bænda-og verkafólki og opinberum starfsmönnum sem vita að peningar vaxa ekki á trjám og sumir fæðast ekki með silfurskeið í munni. Í daglegu lífi nær þessi nýtni til dæmis yfir matarinnkaup og fatainnkaup og þá staðreynd að ég ek um á bíl sem að var framleiddur fyrir hrun. Engu síður nægja launin mín ekki alltaf fyrir mánaðarlegum útgjöldum.
Meira