Fréttir

Nú verður skraflað á Króknum

Skraflfélag Íslands ætlar að mæta á Sauðárkrók og standa fyrir spilakvöldi á Kaffi krók og kynna um leið nýja útgáfu skraflsins sem ber heitið Krafla. Útgefandi spilsins er Skagfirðingurinn Reynir Hjálmarsson í félagi við Jóhannes Benediktsson.
Meira

Hugleiðingar um riðu

Það skeður á þessu hausti að riða kemur upp á tveimur bæjum hér í sveit og það þarf að skera allt féð niður. Menn hafa glímt við það að komast að einhverri niðurstöðu sem er sú að skera bara allt niður á þeim bæjum sem hún kemur upp á. Hver er árangurinn eftir öll þessi ár sem liðin eru frá því að riðan fór að koma upp eftir fjárskipti. Mér er sagt að það sé allt á fullu í þeim efnum, ég sé hann ekki, það virðist allt vera eins og það var fyrir 50-60 árum. Það er slæmt í allri þeirri tækni og vísindum sem til eru í dag. Bændum er bara sagt að slátra, það á að vera lausnin. Þetta er ekki sársaukalaust. Það er mikil vinna að sótthreinsa og hreinsa öll hús og umhverfi og er ekki bjóðandi bændum. Og sjá engan árangur í þessum málum. Það er útlit fyrir að þetta geti gengið frá sauðfjárbúskap dauðum, haldi þetta svona áfram.
Meira

Stórhríð í spánum

Veðurstofa Ísland hefur gefið út stormviðvörun en strekkings suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum er væntanleg sunnan og vestanlands í dag. Bjart verður NA-til en einhver rigning verður um tíma S- og V-lands seint í kvöld.
Meira

Rocky Horror í Bifröst

Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa undanfarnar vikur æft af krafti söngleikinn Rocky Horror sem frumsýndur verður miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 20:00. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir og aðstoðarleikstjóri er Heiða Jonna.
Meira

Hvað var ég aftur að kvarta um daginn?

Ríííínnnnng! „Já, halló!“ „Góðan daginn, þetta er hjá kjararáði. Ég þarf því miður að tilkynna yður að við hækkuðum laun yðar upp í rúma milljón.“
Meira

Þórarinn Eymundsson er knapi Skagfirðinga

Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélagsins Skagfirðings og Hrossaræktarsambands Skagafjarðar var haldin í Ljósheimum sl. föstudagskvöld. Veitt voru verðlaun í hinum ýmsu flokkum.
Meira

Ungir Framsóknarmenn ósáttir við að vera bendlaðir við „Aumingjabréfið“

Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði hefur fundið sig knúna til að birta yfirlýsingu með óánægju sína með þá miða sem dreift var í nokkur hús á Sauðárkróki á dögunum, þar sem íbúar voru sagðir aumingjar og þakkað fyrir ekkert eins og það var orðað. Mátti ætla að Píratar hefðu sent út bréfið (sem þeir gerðu ekki) en einhverra hluta vegna var gjörningurinn hermdur upp á ungu Framsóknarmennina (sem þeir frömdu ekki) á Facebook.
Meira

Bílastæðamálum og ástandi gagnstétta ábótavant

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá foreldrafélagið Leikskólans Barnabæjar varðandi bílastæðamál við leikskólann. Fram kom að foreldrafélagið hefði miklar áhyggjur af bílastæðamálum og færi þess að leit að þau yrðu skoðuð.
Meira

Afþakka hækkun á launakjörum

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var sammþykkt að afþakka þá launahækkun sem kjörnum fulltrúum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins ber, eftir að kjararáð ákvað að hækka þingfararkaup um 44% þann 29. október síðastliðið. Viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað eru sett sem hlutfall af þingfararkaupi hverju sinni og hefði hækkunin því leitt til hækkunar á áðurnefndum þóknunum.
Meira

Komst í úrslit á einni stærstu vörusýningu í New York

Í ágúst síðastliðnum tók Lilja Gunnlaugsdóttir hjá Skrautmenum í Skagafirði þátt í vörusýningunni NY Now sem er haldin í New York á hverju ári. Hálsmenið hennar, Þoka, var valið úr 1.800 vörum í sérstakan úrslitaflokk. Sýnendur á sýningunni, sem er helguð lífsstíl og hönnun, voru 2.300 talsins og er talið að 24.000 kaupendur og meira en 400 fjölmiðlamenn hafi sótt hana heim.
Meira