Fréttir

Illa ígrundaður brandari

Þeir voru nokkuð óhressir íbúarnir á Sauðárkróki sem fengu óskiljanlega kveðju inn um bréfalúguna hjá sér eitt kvöldið í vikunni. Gefið var til kynna að Píratar stæðu að baki sendingunni.
Meira

„Þessi mynd er bara brot af risastórri aðgerð“

Fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga tók þátt í leit að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi, sem voru hætt komnar við erfiðar aðstæður þar um helgina. Gríðarlegt vatnsveður skall á, með miklu roki, og höfðust skytturnar við undir stórum steini aðfararnótt sunnudagsins.
Meira

Hestamenn huga að uppskeru ársins

Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsambands Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 11.nóvember klukkan 20:30. Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktunarráðunautur, mun kynna verðlaunahrossin. Gísli Einarsson, fréttamaður, mun fara með gamanmál eins og honum er einum lagið.
Meira

„Maður verður bara að takast á við þetta eins og aðrir“

Jónína Stefánsdóttir er bóndi á Stóru-Gröf ytri I í fyrrum Staðarhreppi og hefur rekið þar sauðfjárbú frá haustinu 1982, ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gunnlaugssyni. Þau sjá nú á eftir tæplega fjögurhundruð fjár og nærri 35 ára ræktunarstarfi, eftir að upp kom riðuveiki á bænum. Feykir heimsótti Jónínu skömmu eftir að búið var að skera niður allt fé á bænum og spjallaði við hana um búskapinn, áhugamálin og áfallið sem fylgir því að fá riðuveiki í fjárstofninn.
Meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar útdráttur úr ævintýraóperunni Baldursbrá var sýnd. Var verkið meðal annars sýnt í Grunnskólanum austan Vatna og þar var meðfylgjandi mynd tekin.
Meira

Sigurlína komin til starfa hjá RML

Sigurlína Erla Magnúsdóttir hefur hafið störf hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins en hún mun starfa sem almennur ráðunautur með aðsetur á Sauðárkróki.
Meira

Tindastólsmenn skjótast á Akureyri í Maltbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta í gær. Níu lið úr Dominos-deildinni voru í skálinni auk fjögurra liða úr 1. deildinni og þriggja úr 2. og 3. deild. Lið Tindastóls, sem bar sigurorð af liði KR b um helgina, fékk hörkuleik en strákarnir mæta liði Þórs Akureyri.
Meira

Heimsbyggðin fær óvæntan kinnhest

Herra Hundfúll er, eins og flestir Íslendingar, sjokkeraður í kjölfar úrslitanna í forsetakosningum í USA. Í lýðræðislegum kosningum var Donald Trump valinn forsetaefni Repúblikana og nú var hann kjörinn forseti eftir óvæntan sigur á frekar óspennandi og þreytulegum frambjóðanda Demókrata, Hillary Clinton. Þrátt fyrir galla hennar virtist hún engu að síður svo miklu hæfari en Trump, sem virðist gjörsneyddur flestum þeim mannkostum sem fólk almennt tengir við starf valdamesta þjóðhöfðingja heims..
Meira

Skagfirskt grobb og þingeyskt mont

Um síðustu helgi héldu kórarnir, Hreimur úr Þingeyjasýslu og hinn skagfirski Heimir, tónleika í Miðgarði undir yfirskriftinni Stálin stinn. Vel var mætt og mikil stemning í húsinu.
Meira

Kennarar á Skagaströnd óánægðir

Í dag afhentu kennarar á Skagaströnd Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra undirskriftir 3142 kennara á landinu, þar sem þeir fara fram á kjarabætur og bætt starfsskilyrði. Samskonar listar hafa verið afhentir víða um land í gær og dag. Eins var yfirlýsing frá KSNV afhent, þar sem lýst er þungum áhyggjum af skólamálum á landinu.
Meira