Fréttir

Rekstur Sjávarleðurs tryggður

Tilboði Gunnsteins Björnssonar, framkvæmdastjóra, og fjárfestingahóps sem hann er aðili að, í eigur þrotabús Sjávarleðurs á Sauðárkróki var samþykkt í upphafi vikunnar og starfsemi verksmiðjunnar því áfram tryggð. Frá því að fyrirtækið fór í þrot í júní sl. hefur tekist að halda starfsemi verksmiðjunnar gangandi með lágmarks mannskap en í september tók Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri ásamt fleirum, Gestastofu Sútarans á leigu og hafa 10 starfsmenn framleitt sútuð fiskroð fyrir viðskiptavini og afhent þaðan.
Meira

Slitnaði upp úr stjórnarviðræðum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir að fundir flokkanna að undanförnu hafi leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum.
Meira

Árbækur Ferðafélagsins komnar í hendur flestra KS félagsmanna

Nú fer að styttast í það að allir félagsmenn Kaupfélags Skagfirðinga séu komnir með eintök sín af Árbókum Ferðafélags Íslands í hendurnar. Eins og frá hefur verið sagt ákvað KS að færa öllum félagsmönnum sínum sérstaka viðhafnarútgáfu af bókunum þremur er fjalla um Skagafjörð.
Meira

Blóðskimun til bjargar

Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skráði sig til þátttöku.
Meira

Úthlutun byggðakvóta mótmælt

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur mótmælt harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar var sú að úthluta nítján þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks.
Meira

Helgistund í Víðimýrarkirkju fellur niður

Kyrrðar- og helgistund verður haldin í Reynistaðarkirkju í kvöld 15. nóvember. Kór kirkjunnar mun syngja fallega og ljúfa kvöldsálma undir leik Stefáns R. Gíslasonar. Helgistund sem vera átti í Víðimýrarkirkju miðvikudagskvöldið 16. nóv. fellur hins vegar niður.
Meira

Costa og Senegalar farnir en Martin tekinn við þjálfarastöðunni

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Jose Maria Costa um að hann láti af störfum sem yfirþjálfari félagsins. Er stjórnin sammála um að leiðir Costa og stjórnar liggi ekki í sömu átt og því var komist að samkomulagi um að hann léti af störfum. Pape Seck og Mamadou Samb hafa einnig verið leystir undan samningi og leika ekki meira fyrir félagið.
Meira

Útselskópar með gervihnattasenda

Á vef Selasetursins er sagt frá því að starfsmenn hafi nýlega lagt leið sýna á Strandir í þeim tilgangi að koma fyrir gervihnattasendum á útselskópum. Eiga sendarnir að gefa upplýsingar um hegðun selanna og hvort þeir ferðist milli svæða eða landa.
Meira

Kröftugir körfuboltakrakkar frá Tindastóli í Sambíómótinu

Helgina 4.-5. nóvember sl. tóku 25 körfuboltakrakkar frá Tindastóli þátt í minniboltamóti Fjölnis í Grafarvogi fyrir 10-11 ára, Sambíómótinu. Í þessu móti og sambærilegum fyrirtækjamótum er gleðin og samveran í fyrirrúmi stigin ekki talin og allir vinna.
Meira

Bingó í kvöld

Ferðastúdentar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða með Bingó í kvöld í sal bóknámshússins á Sauðárkróki. Spjaldið kostar 500,- krónur og hefst kúludrátturinn kl 20:00.
Meira