Fréttir

Hátt í 50 manns hlýddu á hamingjufyrirlestur

Í gærkvöldi stóð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fyrir fyrirlestri um hamingju í lífi og starfi. „Kvöldið var afar vel heppnað og það mættu um 50 manns til að hlusta á fyrirlestur Önnu Lóu um hamingju í lífi og starfi,“ sagði Aðalheiður Reynisdóttir, meðlimur í klúbbnum, í samtali við Feyki. „Við í Soroptimistaklúbbnum erum afar ánægðar með þessi viðbrögð og vonumst til þess að geta gert þetta jafnvel að árlegum viðburði, þ.e að bjóða upp á fyrirlestur um málefni sem stuðlar að bættum samskiptum og aukinni vellíðan hjá okkur í þessu samfélagi.“
Meira

Ágæta stuðningsfólk!

Snarpri kosningabaráttu er lokið. Við í Norðvesturkjördæmi getum verið stolt af góðum árangri Vinstri grænna. Hreyfingin fékk 18,1% atkvæða sem hefði að öllu eðlilegu átt að skila okkur tveimur þingmönnum. Flokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu í 15,9% og er útkoma okkar í þeim samanburði glæsileg. Þetta er önnur bestu útkoma flokksins í kjördæminu frá stofnun hans en árið 2009 fékk hann 22,8% og þrjá menn kjörna.
Meira

Leiðari Feykis fær lof

„Já, ég er hérna að hringja út af leiðaranum í síðasta blaði. Þarna þar sem segir að kellingar eigi að halda kjafti. Mikið óskaplega er ég sammála þessu. Ég vil bara þakka ritstjóranum fyrir þessi skrif. Getur þú þakkað honum fyrir mig?“ „Ég get komið því til skila já.“ „Já, mér finnst að konur ekki eiga að vera skipta sér að svona því sem skiptir máli í samfélaginu.Þær hafa ekki vit á þessu... þessu öllu.“
Meira

Martröðin í Sláturhúsinu

Nei, þetta er ekki titillinn á nýjustu mynd Quentin Tarantinos heldur lýsing á leik Tindastólsmanna í Sláturhúsinu suður með sjó í gærkvöldi. Eftir draumaleik gegn Njarðvíkingum fyrir viku þá gekk hvorki né rak hjá Stólunum þegar þeir mættu grönnum Njarðvíkinga, Keflvíkingum, í Dominos-deildinni og niðurstaðan skellur. Keflvíkingar sigruðu 101-79.
Meira

Sala Neyðarkallsins stendur yfir

Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins sem felst í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og á heimasíðu Landsbjargar segir að almenningur hafi tekið sölufólki afskaplega vel. Félagar úr björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki ætla að standa vaktina líkt og áður og hefja sölu í dag í Skagfirðigabúð frá klukkan 14.00.
Meira

Metabolic-leikarnir fara fram á morgun

Á morgun, laugardaginn 5. nóvember fara Metabolic-leikarnir fram á Sauðárkróki. Þar munu iðkendur og þjálfarar Metabolic víðsvegar að af landinu hittast, keppa og gera sér glaðan dag saman.
Meira

Opið allt árið á Kaffi Krók og matseðilinn frá Ólafshúsi fylgir

Á mánudaginn opnaði veitingastaðurinn Kaffi Krókur á Sauðárkróki eftir miklar endurbætur á eldhúsi staðarins. Segja má að með breytingunni hafi Kaffi Krókur og Ólafshús haft ákveðin hlutverkaskipti, þar sem matseðillinn frá Ólafshúsi fylgdi flutningnum yfir götuna og eftirleiðis verður opið á Kaffi Krók allt árið.
Meira

PARADIS PERDUS / Christine and the Queens

Christine and the Queens hafa vakið talsverða athygli upp á síðkastið en er í raun sviðsnafn frönsku listakonunnar Héloise Letissier. Verk hennar sameina tónlist, dans, listmyndbandagerð, teikningar og ljósmyndun.
Meira

Þúsund tonn þvegin á ári

Ullarþvottastöð Ístex hefur verið staðsett á Blönduósi síðan árið 2004, þegar hún var flutt þangað frá Hveragerði. Er þetta eina ullarþvottastöð landsins og þar eru árlega þvegin um þúsund tonn af ull. Um helmingur ullarinnar fer í framleiðslu Ístex í Mosfellsbæ en helmingnum er skipað út frá Sauðárkróki og flutt til Bretlands, þar sem ullin fer meðal annars í gólfteppaframleiðslu. Feykir leit inn í Ullarþvottastöðina í síðustu viku og hitti fyrir þá Guðmund Svavarsson og Guðmann Jónasson.
Meira

Rekstri Kanínu ehf. verður hætt

Frumkvöðullinn Birgit Kositzke, sem stofnaði félagið Kanínu ehf. og hefur rekið það á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra hyggst á næstu vikum og mánuðum hætta rekstri félagsins. Í samtali við Bændablaðið segist Birgit rekstur af þessu tagi ekki ganga nema þolinmótt fé frá bönkum eða fjárfestum sé til staðar.
Meira