Hátt í 50 manns hlýddu á hamingjufyrirlestur
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
04.11.2016
kl. 13.14
Í gærkvöldi stóð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fyrir fyrirlestri um hamingju í lífi og starfi. „Kvöldið var afar vel heppnað og það mættu um 50 manns til að hlusta á fyrirlestur Önnu Lóu um hamingju í lífi og starfi,“ sagði Aðalheiður Reynisdóttir, meðlimur í klúbbnum, í samtali við Feyki. „Við í Soroptimistaklúbbnum erum afar ánægðar með þessi viðbrögð og vonumst til þess að geta gert þetta jafnvel að árlegum viðburði, þ.e að bjóða upp á fyrirlestur um málefni sem stuðlar að bættum samskiptum og aukinni vellíðan hjá okkur í þessu samfélagi.“
Meira
