Fréttir

Snæfell mætir í Síkið í kvöld

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Snæfells í Dominos deild karla í körfu. Leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki og hefst kl. 19:15. Allir eru hvattir til að mæta á staðinn og fjölmenna á bekkina en þeir sem lengra eru geta séð leikinn í beinni útsendingu á TindastóllTV. Útsending hefst kl. 18:50.
Meira

Elínborgardagur haldinn hátíðlegur í gær

Árlegur Elínborgardagur Höfðaskóla á Skagaströnd var haldinn hátíðlegur í gær. Dagurinn er haldinn í tilefni Dags íslenskrar tungu sem er 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar og haldinn hefur verið hátíðlegur í skólum landsins frá árinu 1996.
Meira

Bólu-Hjálmars minnst á degi íslenskra tungu

Á miðvikudaginn í næstu viku verður boðið til dagskrár um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Það eru Skagfirski kammerkórinn, nemendur 7. bekkjar í Varmahlíðarskóla og Kór eldri borgara sem koma fram á skemmtuninni, sem verður að Löngumýri kl. 20 um kvöldið.
Meira

Varð Evrópumeistari í Qigong

Herdís Ólína Hjörvarsdóttir rannsóknarmaður hjá Iceprotein á Sauðárkróki varð á dögunum Evrópumeistari í Qigong 2016. Qi-gong (borið fram tsí-gong) er kínversk heilsuíþrótt byggð á 5000 ára heimildum og hefðbundnum kínverskum lækningaaðferðum.
Meira

Viðhorf til iðnaðaruppbyggingar við Hafursstaði kannað

Á ársþingi SSNV í lok október kom fram í ræðu framkvæmdastjóra samtakanna að samþykkt hefði verið að framkvæma íbúakönnun á starfssvæði samtakanna. Í könnuninni var spurt um ýmsa búsetuþætti á svæðinu. Einnig var spurt um viðhorf til iðnaðaruppbyggingar við Hafursstaði. Fram kom að verið væri að vinna úr svörum við könnunni og niðurstöður hennar yrðu kynntar fljótlega.
Meira

Illa ígrundaður brandari

Þeir voru nokkuð óhressir íbúarnir á Sauðárkróki sem fengu óskiljanlega kveðju inn um bréfalúguna hjá sér eitt kvöldið í vikunni. Gefið var til kynna að Píratar stæðu að baki sendingunni.
Meira

„Þessi mynd er bara brot af risastórri aðgerð“

Fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga tók þátt í leit að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi, sem voru hætt komnar við erfiðar aðstæður þar um helgina. Gríðarlegt vatnsveður skall á, með miklu roki, og höfðust skytturnar við undir stórum steini aðfararnótt sunnudagsins.
Meira

Hestamenn huga að uppskeru ársins

Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsambands Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 11.nóvember klukkan 20:30. Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktunarráðunautur, mun kynna verðlaunahrossin. Gísli Einarsson, fréttamaður, mun fara með gamanmál eins og honum er einum lagið.
Meira

„Maður verður bara að takast á við þetta eins og aðrir“

Jónína Stefánsdóttir er bóndi á Stóru-Gröf ytri I í fyrrum Staðarhreppi og hefur rekið þar sauðfjárbú frá haustinu 1982, ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gunnlaugssyni. Þau sjá nú á eftir tæplega fjögurhundruð fjár og nærri 35 ára ræktunarstarfi, eftir að upp kom riðuveiki á bænum. Feykir heimsótti Jónínu skömmu eftir að búið var að skera niður allt fé á bænum og spjallaði við hana um búskapinn, áhugamálin og áfallið sem fylgir því að fá riðuveiki í fjárstofninn.
Meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar útdráttur úr ævintýraóperunni Baldursbrá var sýnd. Var verkið meðal annars sýnt í Grunnskólanum austan Vatna og þar var meðfylgjandi mynd tekin.
Meira