Fréttir

Keppt í gæðingafimi á miðvikudagskvöld - ráslisti KS-Deildarinnar

KS-Deildin heldur áfram nk. miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þegar keppt verður í gæðingafimi og hefst keppnin kl. 19:00. „Frábærir hestar eru skráðir og hlökkum við til að sjá sem flesta í höllinni á miðvikudaginn,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Það var boðið upp á taumlausa skemmtun og farsælan endi í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu sperrtir til leiks eftir að Stólarnir höfðu, að sögn körfuboltaspekinga landsins, kveikt neistann í Keflvíkingum í síðasta leik sem Suðurnesjamennirnir unnu örugglega. Sú tíra var ekki lengi að slokkna því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur í Síkinu 98-68 fyrir Tindastól sem hefurþví tryggt sæti sitt í fjögurra liða úrslitunum.
Meira

Sýningin „Þetta reddast“ í Bílskúrsgallerýinu við Kvennaskólann

Listamenn marsmánaðar munu halda sýningu á verkum sínum, á morgun þriðjudaginn 29. mars, frá kl. 17:00 til 19:00. Sýningin ber nafnið „Þetta reddast“ og verður haldin í Bílskúrsgallerý (Lönguvitleysu) við Kvennaskólann á Blönduósi.
Meira

Hill slapp við bann og útlit fyrir háspennuleik í Síkinu

Einvígi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppninni í körfubolta er nú komið á þokkalegasta spennustig eftir að Keflvíkingar komu á óvart í þriðja leik liðanna og náðu að landa fyrsta sigri sínum á Stólunum í vetur. Þar með hafa Tindastólsmenn sigrað tvisvar í viðureigninni en Keflvíkingar einu sinni. Fjórði leikur liðanna fer fram á Króknum annan í páskum og hefst kl. 19:15.
Meira

„Stóra markmiðið sem loksins náðist“

Skagfirðingurinn Elmar Eysteinsson gerði sér lítið fyrir og hreppti Íslandsmeistaratitli í Fitness á fimmtudaginn var. Feykir spjallaði við Elmar um mótið, undirbúninginn og feril hans í Fitness.
Meira

Sluppu vel úr bílveltu á Holtavörðuheiði

Tveir leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson, ásamt þremur stúlkum sem voru með í för, sluppu vel þegar þau lentu í bílveltu á leið heim eftir körfuboltaleik sl. miðvikudag.
Meira

Sara sigraði í kvennatöltinu á Söru frá Stóra-Vatnsskarði

Það var mikið um dýrðir í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók þegar hið árlega mót Kvennatölt Norðurlands var haldið þar á fimmtudaginn. Það var Sara Rut Heimisdóttir sem sigraði í A-úrslitum í opnum flokki á Söru frá Stóra-Vatnsskarði.
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Seltjarnarnesskirkju, laugardaginn 2. apríl n.k. kl 14:00
Meira

Yfir 140 þátttakendur á Fljótamóti

Yfir 140 skíðagöngugarpar skráðu sig til leiks á Fljótamóti í skíðagöngu sem fram fór í dag. Eins og sagt hefur verið frá í Feyki og öðrum fjölmiðlum er mótið, sem nú var haldið í þriðja sinn, orðið það næststærsta á landinu.
Meira

Föstudagurinn langi: Fljótamót og fleira

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um Páskahelgina. Í dag, föstudag, er þar meðal annars að finna Fljótamót í skíðagöngu, guðþjónustur og lestur Passíusálma.
Meira