Fréttir

„Ég vil fara upp í sveit“

Rökkurkórinn hefur frá áramótum æft skemmtilega söngdagskrá í tali og tónum sem ber yfirskriftina „Ég vil fara upp í sveit.“ Þema dagskrárinnar eru þekkt dægurlög frá seinni hluta síðustu aldar, tengda saman með texta sem helgaður er hinni einu sönnu, íslensku sveitarómantík.
Meira

Fjólubláaliðið vann Húnvetnsku liðakeppnina

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga. Það var Fjólubláa liðið sem stóð uppi sem sigurvegari þetta árið en samkvæmt fréttatilkynningu var mjög mjótt á munum.
Meira

Þrjú störf við skjalasafn utanríkisráðuneytisins

Ráðgert er að þrjú störf verði við skjalasafn utanríkisráðuneytisins sem taka á til starfa á Sauðárkróki í sumar, að sögn Helgu Hauksdóttur, mannauðsstjóra hjá utanríkisráðuneytinu.
Meira

Haukar höfðu sigur í fyrsta leik

Tindastólsmenn héldu suður yfir heiðar í gær og heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru Stólarnir heldur beittari í sókninni og höfðu nauma forystu í hléi. Heimamenn komu hinsvegar einbeittir til leiks í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 73-61.
Meira

Nýtt lag með Gillon

Um miðjan apríl kemur út platan Gillon, en hún er nefnd eftir flytjandanafni Gísla Þórs Ólafssonar og jafnframt hans 4. sólóplata. Meðfylgjandi er lagið My Special Mine, en það er eina enska lagið á plötunni og eina enska lagið sem Gillon hefur gefið út.
Meira

Ketubjörgin séð úr lofti

Fylgst hefur verið grannt með stórri sprungu sem myndast hefur í Ketubjörgum á Skaga undanfarið og hefur hún verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðan í byrjun síðasta árs. Bjargsneiðin, sem losnað hefur frá, stendur enn og náði Róbert Daníel Jónsson tilkomumiklum myndum af bjarginu með notkun flygildis. Auk þess að sýna bjargsneiðina frá nýju sjónarhorni þá sýna myndirnar það mikla landbrot sem á sér stað í bjarginu.
Meira

Tæpar 70 milljónir í styrki

Föstudaginn 1. apríl sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styrkjum við athöfn í Félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Styrkirnir eru veittir skv. samningi ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 og er Uppbyggingarsjóðurinn sá hluti samningsins er snýr að styrkveitingum í ofangreindum málaflokkum.
Meira

Stórkostlegt þrekvirki

Ungmennafélögin Kormákur og Grettir í Húnaþing Vestra settu um páskana upp Rokkóperuna Súperstar. Æfingar hafa staðið yfir síðan í haust og er uppskeran stórkostleg sýning sem um 800 manns sáu. Auglýstar voru fjórar sýningar og var þeirri fimmtu bætt við, enda uppselt á þær allar.
Meira

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir hlýtur hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, sem stýrir fyrirtækinu IceProtein á Sauðárkróki, hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016 sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er hún sögð öflugur frumkvöðull sem skapar tækifæri í heimabyggð.
Meira

„Fótboltinn hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu“

Bryndís Rún Baldursdóttir, tvítug stúlka frá Sauðárkróki, hefur spilað fótbolta frá barnsaldri. Þegar hún flutti til London til að starfa sem au pair stúlka gat hún ekki hugsað sér að vera þar ytra í hálft ár án þess að vera spila fótbolta. Hún hafði samband við kvennalið Crystal Palace, þar sem hún býr, og var boðin velkomin í liðið.
Meira