Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut við FNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.03.2016
kl. 20.06
Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrarabrautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar verið útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990 hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðarmeistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslustundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms.
Meira
