Fréttir

Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut við FNV

Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrarabrautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar verið útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990 hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðarmeistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslustundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms.
Meira

Söngperlur Ellýjar og Vilhjálms í Hofi á Akureyri

Á fimmtudagskvöldið verða Söngperlur Ellýjar og Vilhjálms fluttar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Eru þetta lokatónleikarnir, en dagskrána hafa Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar flutt við miklar vinsældir síðan í fyrra vor.
Meira

Frábærir hestar skráðir til leiks í töltkeppni KS-Deildarinnar

Töltkeppni KS Deildarinnar fer fram á miðvikudagskvöldið kemur, 16. mars, og hefst keppni kl 19:00. „Frábærir hestar eru skráðir og verður gaman að fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá deildinni.
Meira

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
Meira

Snjólaug María íþróttamaður ársins og Fram hlýtur hvatningarverðlaun

Í gær, sunnudaginn 13. mars, fór fram á Húnavöllum 99. ársþing USAH. Samkvæmt Facebook-síðu USAH mættu 32 fulltrúar frá aðildarfélögunum á þingið, auk þeirra mættu tveir gestir, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ og Þórey Edda Elísdóttir, fulltrúi ÍSÍ. „Var þingið nokkuð starfssamt og umræður þónokkra,“ segir um þingið á síðunni. Fjórar tillögur lágu fyrir á þinginu sem allar voru samþykktar eftir breytingar í nefndum.
Meira

Sveitarfélög skoða hvernig bregðast skuli við vegna skaðsemi dekkjakurls á sparkvöllum

Eins og Feykir fjallaði um fyrir helgi eru sveitarfélög á Norðurlandi vestra nú að skoða hvernig bregðast skuli við skaðsömu efnainnihaldi dekkjakurls sem notað er sem uppfyllingarefni á gervigrasvöllum.
Meira

Þakplötur fuku af Steypustöð Skagafjarðar

Talsverðar skemmdir urðu á Sauðárkróki í storminum sem gekk yfir í gær og í nótt. Stór hluti af þakplötum fauk af Steypustöð Skagafjarðar. Ýmsar aðrar skemmdir urðu, einkum í nyrsta hluta bæjarins, að sögn Baldurs Inga Baldurssonar, formanns Skagfirðingasveitar.
Meira

Aukasýning á Mjallhvíti og dvergunum sjö í dag

Í dag klukkan 17 verður aukasýning á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, í Félagsheimilinu Bifröst. Uppsetningin er í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.
Meira

Háskóladagurinn verður í FNV á föstudaginn

Háskóladagurinn verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 18. mars frá kl. 9:45 til 11:15. Allir háskólar landsins kynna námsleiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum.
Meira

„Ella Fitzgerald hefur haft mikil áhrif á mig“ / HRAFNHILDUR VÍGLUNDS

Það er söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni – og í raun öðru sinni því umsjónarmanni Tón-lystar urðu á smá mistök. Hrafnhildur, sem við sáum fara á kostum í The Voice Ísland fyrir jól, ólst upp í Dæli í Víðidal (Sólardalnum) og segist alltaf titla sig sem Húnvetning. Auk þess að syngja glamrar hún aðeins á píanó. „Ég lærði á klarinett sem krakki en held ég gæti ekki náð hljóði úr slíku apparti núna til að bjarga lífi mínu,“ segir Hrafnhildur.
Meira