Fréttir

Skírdagur: Skíði og skemmtilegir viðburðir

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um páskahelgina. Í dag, skírdag, er þar meðal annars að finna opnun á skíðasvæðinu í Tindastól, tvær bíósýningar, Norðurhvelsmót í Fifa og guðþjónustur.
Meira

Hill gaf Helga og félögum einn á snúðinn

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Með sigri hefðu Stólarnir sent heimamenn í sumarfrí en Keflvíkingar voru ekkert á þeim buxunum, náðu upp prýðis baráttu og góðum leik á meðan flest fór í baklás hjá Tindastólsmönnum. Lokatölur urðu 95-71 og ljóst að Stólarnir verða að girða sig í brók fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Síkinu annan í páskum.
Meira

Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum

Þrjár konur sem starfa við búskap og ferðaþjónustu í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa ákveðið að sameina krafta sína og efla afþreyingarmöguleika á svæðinu með því að bjóða ferðamönnum heim á býli, en verkefnið heitir einmitt „Boðið á býli.“
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar laugardaginn 9. apríl kl. 12-17 í Landnámssetrinu í Borgarbyggð.
Meira

„Vildi gera mynd um þessa duldu fordóma“

Í lokahófi kvikmyndahátíðarinnar Stockfish Film Festival, sem haldin var á dögunum, var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Var það myndin Like it’s up to you, eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði, eins og Feykir hefur áður greint frá.
Meira

Aldursbilið í Heklu er 80 ár

Á aðalfundi Kvenfélagsins Heklu í Skagabyggð, sem haldinn var í gær gengu þrjár ungar konur til liðs við félagið. Tvær eru fæddar árið 2000 og verða því 16 ára á árinu. Aldursbilið er töluvert í félaginu, eða um 80 ár, því elsta félagskonan 96 ára í haust.
Meira

Tólf milljónir af 647 til ferðamála á Norðurlandi vestra

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016 en að þessu sinni var sérstaklega horft til að bæta öryggi á ferðamannastöðum. Á vef Atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið, þar af voru fjögur á Norðurlandi vestra.
Meira

Óskar og félagar með Óskalagatónleika

Óskar Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson og Hjalti Jónsson halda Óskalagatónleika á Akureyri um páskana. Á tónleikunum geta gestir kallað upp sitt óskalag og fengið það flutt. Tónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 20.00.
Meira

Kvennatölt Norðurlands á skírdag

Kvennatölt Norðurlands fer fram 24. mars, skírdag, og hefst klukkan 18:00 í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók.
Meira

Skírdagstónleikar með Hrafnhildi Ýr

Sauðárkrókskirkja býður til árlegra tónleika að kvöldi skírsdags, kl. 20. Þar mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja ljúf lög úr ýmsum áttum.
Meira