Fréttir

Skora á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir til þorskveiða

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir sjónarmið stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem hafa skorað á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir til þorskveiða um 30 þúsund tonn. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs sem birt hefur verið á vef Sveitarfélagsins.
Meira

Horft verður til niðurstöðu rannsókna Umhverfisstofnunar á gúmmíkurli

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar tók til umræðu gúmmíkurl á íþróttavöllum á fundi sínum í dag. Á fundinum var lagt fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 14. mars 2016 varðandi þingsályktunartillögu um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.
Meira

Árskóli sigraði 8. riðil Skólahreystis

Grunnskólarnir í Skagafirði tóku þátt í undankeppni Skólahreystis sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Stóðu allir keppendur skólanna sig með prýði en að lokum fór það svo að Árskóli sigraði 8. riðil og mun taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í Laugardalshöll miðvikudaginn 20. apríl.
Meira

Fyrsti sveitarstjórnarfundurinn í nýju húsnæði

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nýjum fundarsal, Ströndinni svonefndri, í Húsi frítímans var haldinn í gær. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að nú verður hægt að fylgjast með fundunum í beinni í mynd en fundirnir verða teknir upp og sendir út beint á Youtube.
Meira

Mjallhvít og dvergarnir sjö slógu í gegn

Leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst þann 9. mars sl. Áætlað var að sýna alls átta sinnum en vegna mikilla vinsælda var boðið upp á tvær aukasýningar sl. mánudag en um 800 manns hafa séð leikritið að talið er. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði.
Meira

Vegur númer 75 í Hegranesi er lokaður

Vegur númer 75 í Hegranesi í Skagafirði er lokaður. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er hjáleið er um Hegranesveg númer 764.
Meira

Suðlægar áttir ríkjandi næstu daga

Sunnan 3-8 og bjartviðri er á Ströndum og Norðurlandi vestra en 5-10 og þykknar upp á morgun. Hiti 4 til 10 stig að deginum, en nálægt frostmarki í innsveitum í nótt. Þá eru vegir greiðfærir um mestallt land.
Meira

KS-Deildin heldur áfram í kvöld

KS-Deildin heldur áfram í kvöld en þá er reiknað með mjög spennandi tölt-keppni í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Skemmtunin hefst kl. 19:00 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og fylgjast með spennandi keppni.
Meira

Nýr Landspítali ohf til samstarfs við Fjölnet

Nýr Landspítali ohf. og Fjölnet hafa gert með sér samning vegna reksturs tölvukerfa. Á myndinni sjást, Sigurður Pálsson rekstrarstjóri Fjölnets og Gunnar Svavarsson NLSH handsala samninginn.
Meira

Efnilegir upplesarar í Varmahlíðarskóla

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur.
Meira