Fréttir

Erindi um endurheimtingu votlendis norðan við Hofsós

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var lagt fyrir erindi frá Björgvini Guðmundssyni vegna endurheimtingar votlendis í svonefndum flóa norðan við Hofsós.
Meira

Bónus opnar verslun við Freyjugötu

Frestur til að senda inn kauptilboð í gamla barnaskólahúsið við Freyjugötu á Sauðárkróki er runninn út og hefur verið farið yfir umsóknir. Besta tilboðið barst frá Hagar Verslanir ehf. sem rekur Bónusverslanir um allt land og er ætlunin að opna nýja verslun í húsinu. „Við höfum ekki opnað nýja verslun um nokkurt skeið og höfum lengi haft augastað á Skagafirði. Þegar við sáum húsnæðið auglýst til sölu stukkum við á tækifærið,“ sagði talsmaður verslunarkeðjunnar í samtali við Feyki.
Meira

Tindastólsmenn mæta Haukum í undanúrslitum

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Fyrir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur voru KR, Tindastóll og Haukar búin að tryggja sig áfram og þegar æsilegum leik var lokið í Garðabænum höfðu Njarðvíkingar bæst í þann hóp. Njarðvíkingar mæta því KR-ingum en Haukar fá Tindastól og verður fyrsti leikur liðanna í Hafnarfirði nk. sunnudagskvöld.
Meira

Fámennt á móti í gæðingafimi

Eins og sagt var frá á feyki.is í morgun sigraði Artemisia gæðingafimi KS-Deildarinnar sem fór fram í gærkvöldi. Samkvæmt fréttatilkynningu var þetta í annað sinn sem boðið var upp á þessa keppnisgrein. „Það verður að segjast eins og er að áhugi virtist ekki vera mikill á greininni hjá áhorfendum sem voru fáir í gærkvöldi. Áhugi knapa virtist einnig mismikill,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Héraðsvötn í verndarflokk í drögum að lokaskýrslu

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt fram drög að lokaskýrslu 3ja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða.
Meira

„Geri núorðið bara það sem mér þykir skemmtilegt“

Ólafur B. Óskarsson er fæddur í Víðidalstungu í Víðidal vorið 1943, hefur búið þar alla tíð síðan og tók þar við búskap af foreldrum sínum fyrir 44 árum. Hann er kvæntur Brynhildi Gísladóttur og eiga þau þrjár dætur, Ragnheiði, Hallfríði Ósk og Sigríði.
Meira

Fjögur verkefni á NLV hljóta styrki úr AVS sjóðnum

AVS sjóðurinn hefur lokið umfjöllun sinni vegna umsókna ársins og ákveðið hvaða verkefni hljóta styrki í ár. AVS er eins og kunnugt er skammstöfun fyrir „Aukið virði sjávarfangs“ og verkefni sem hljóta styrki hafa það að markmiði. Meðal styrkhafa eru fjögur verkefni á NLV.
Meira

Sjávarleður útnefnt Sútunarverksmiðja ársins 2016 í Evrópu

Sjávarleður, eða Atlantic Leather, á Sauðárkróki hefur verið valið sútunarverksmiðja ársins (Tannery of the Year) í Evrópu. Samkvæmt heimasíðunni aplf.com var fyrirtækið upphaflega tilnefnt fyrir fyrirmyndar vinnubrögð og vinnsluaðferðir með sérstaka áherslu á hvernig fyrirtækið er meðvitað um umhverfið, starfsfólk sitt og nærsamfélag. Tilkynnt var um verðlaunahafann við hátíðlega athöfn í Hong Kong í gærkvöldi. Að sögn Gunnsteins Björnssonar framkvæmdastjóra Sjávarleðurs er þetta mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og fyrst og fremst góð kynning.
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega?

Tveggja daga ráðstefna Guðbrandsstofnunar, í samstarfi við Bandalag íslenska listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands hefst á Hólum í Hjaltadal kl. 16 í dag og stendur til kl. 16 á morgun. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á gildi menningar.
Meira

Styttist í beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar

Beinar áætlunarferðir Gray Line milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar hefjast sunnudaginn 17. apríl næstkomandi. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september. Upphaflega var áformað að hefja aksturinn 3. apríl en því þurfti að fresta vegna óvæntra tafa við innleiðingu á nýrri bókunarvél á netinu.
Meira