Fréttir

Fljótamót orðið næststærsta skíðagöngumót landsins

Skíðagöngumót í Fljótum, sem haldið var í fyrsta sinn á skírdag 2014, undir yfirskriftinni Fljótamót, er nú orðið að árvissum viðburði. Er það þegar orðið næststærsta skíðagöngumót landsins, og aðeins hin rótgróna Fossavatnsganga á Ísafirði sem dregur til sín fleiri keppendur, að því er haft var eftir Birni Z. Ásgrímssyni, einum af forsvarsmönnum mótsins, í Morgunblaðinu í gær.
Meira

Súperstar frumsýnt annað kvöld

Mikil eftirvænting ríkir fyrir frumsýningu söngleiksins Súperstar, í uppfærslu Umf. Grettis og Kormáks, sem fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, miðvikudaginn 23. mars. Er þetta langstærsta sýningin sem sett hefur verið á svið á Hvammstanga fram til þessa.
Meira

Ragnhildur og Börkur frá Brekkukoti sigruðu fjórganginn í Mótaröð Neista

Þriðja mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudagskvöldið 17. mars síðastliðin. Keppt var í fjórgangi. Samkvæmt vef Hestamannafélagsins Neista urðu úrslit þessi:
Meira

Ný bók um stjórnun og rekstur í ferðaþjónustu

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur gefið út nýja bók um stjórnun og rekstur í ferðaþjónustu, sem ber heitið Stjórnun og rekstur í ferðaþjónustu-afþreying á sjó og vatni. Bókin er rituð fyrir stjórnendur, starfsmenn og nemendur í greininni.
Meira

Féll 3-4 metra niður í fjöru á Vatnsnesi

Seinnipartinn á laugardaginn var Björgunarsveitin Húnar kölluð út vegna manns sem hafði slasast í fjörunni við Skarð á Vatnsnesi. Var hann á göngu þegar hann féll um 3-4 metra niður í fjöruna.
Meira

Skýlaust brot á lögum um velferð dýra

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta í fjölmiðlum um dráp á kú á Norðvesturlandi um mitt síðastliðið ár. Í Fréttatímanum var greint frá því að bóndi á Norðurlandi hafi verið ákærður fyrir dýraníð í fyrrasumar eftir að hann „brá reipi um hálsinn á ungri kvígu og festi það aftan í jeppabifreið og dró hana liggjandi á eftir bílnum, þannig að hún drapst,“ eins og segir í frétt Fréttatímans.
Meira

Skorað á Auðhumlu að standa við gefin loforð

Deildarfundur Austur- og Vestur-Húnaþingsdeilda Auðhumlu skorar á stjórn Auðhumlu að standa við gefin loforð um að greiða fullt afurðastöðvarverð fyrir alla mjólk út árið 2016 eins og búið er að gefa út. Austur- og Vestur-Húnaþingsdeildar Auðhumlu samþykkti ályktun þess efnis á deildarfundi sem haldinn var á Gauksmýri þann 17. mars síðastliðinn. Húni.is greinir frá.
Meira

Lokað fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi í dag

Loka þarf fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi í dag vegna viðgerðar. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að byrjað verður kl. 14:00 og mun viðgerðin standa eitthvað fram eftir degi.
Meira

Heilbrigðiseftirlitin á Norðurlandi kanna hvað verður um útrunnin matvæli

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er fjallað um könnun, framkvæmd í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið á Norðurlandi eystra, þar sem athugað var hvað verði um matvæli sem seljast ekki í verslunum á Norðurlandi, áður en geymsluþolstími rennur út. Til þess að fá greinagóðar upplýsingar um afdrif matvælanna voru matvöruverslanir á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði voru heimsóttar, auk þess sem rætt var við nokkra birgja verslana á svæðinu.
Meira

Dálítil rigning eða slydda fram á kvöld

Hæg suðlæg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en austan 5-13 á annesjum síðdegis. Dálítil rigning eða slydda fram á kvöld, síðan úrkomulítið. Suðaustan 5-13 og rigning seinni partinn á morgun. Hiti 1 til 7 stig.
Meira