Fréttir

Myglusveppur greindist í gólfdúk

Raki í húsnæði yngra stigs leikskólans Ársala á Sauðárkróki hafði valdið áhyggjum nokkurra foreldra sem óttuðust að þar kynni að vera myglusveppur. Þær áhyggjur reyndust á rökum reistar samkvæmt niðurstöðum rannsókna á sýni sem skoðað var af Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðingi Náttúrustofnunar Íslands, og gerð voru kunn á upplýsingafundi með foreldrum í gær.
Meira

Tækifæri í fjárfestingu í atvinnulífinu á Norðurlandi vestra

Kynningarfundur með fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi klukkan 12 á Kaffi Krók. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Meira

Ætla að stofna kvennaklúbb Kiwanis í Skagafirði

Áhugasamar konur í Skagafirði ætla að stofna kvennaklúbb Kiwanis á svæðinu og hafa boðað til stofnfundar á Gott í Gogginn næstkomandi miðvikudag, 13. apríl kl. 17.
Meira

Best er þegar bæði lag og texti eru í háum gæðaflokki / FELIX BERGSSON

Að þessu sinni er það ljúflingurinn Felix Bergsson sem svarar Tón-lystinni. Felix þekkja örugglega flestir landsmenn, enda búinn að vera í sviðsljósinu frá því í eitís þegar hann söng Útihátíð og fleiri góð lög með Greifunum og síðan hefur hann verið á fullu í Popppunkti með Dr. Gunna og heilmargt fleira. Felix býr nú í Vesturbænum í Reykjavík en bjó á Húnabraut 2 á Blönduósi. „Ég fæddist í Reykjavík en flutti 2ja ára á Blönduós þegar faðir minn Bergur Felixson hóf störf sem skólastjóri grunnskólans og mamma, Ingibjörg S Guðmundsdóttir, varð hjúkrunarfræðingur við sjúkrahúsið. Ég bjó á Blönduósi til 8 ára aldurs,“ segir Felix.
Meira

Safnað fyrir 5 ára flogaveikan dreng á Sauðárkróki

Ungur drengur á Sauðárkróki, Ívar Elí Sigurjónsson, hefur í nærri tvö ár barist við flogaveiki. Köst hans hafa náð tveimur tugum á dag þegar verst lætur. Nú er svo komið að íslenskir læknar eru ráðalausir og ákveðið hefur verið að senda hann til Boston í maí til rannsóknar og síðar aðgerðar.
Meira

Urðarköttur vann til sjö fyrstu verðlauna

Fyrirtækið Urðaköttur á Skörðugili í Skagafirði vann til sjö fyrstu verðlauna á íslensku skinnasýningunni sem haldin var innan Alþjóðlegu skinna- og tækjasýningarinnar í Herning i Danmörku á dögunum.
Meira

Rabb-a-babb 129: Raggý

Nafn: Sigríður Ragndís Hilmarsdóttir, a.k.a Raggý. Árgangur: 1978. Fjölskylduhagir: Gift Ómari Helga Svavarssyni húsasmíðameistara og dóttir okkar er Lilja Bergdís. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Karókí? Hef einu sinni tekið karókí flipp og þá varð fyrir valinu How Deep is Your Love með Bee Gees og ég einfaldlega brilleraði þarna sko. Verst að það var enginn að taka þetta upp og snaptjatt var ekki komið til sögunnar.
Meira

Styrkir úr fornminja- og húsafriðunarsjóði til Norðurlands vestra

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði og fornminjasjóði fyrir árið 2016. Alls fengu 158 verkefni styrk úr húsafriðunarsjóði og 26 verkefni styrk úr fornminjasjóði. Samkvæmt vef Minjastofnunar eru þau verkefni sem fengu styrk einungis hluti þeirra verkefna sem sóttu um en alls bárust 282 umsóknir í húsafriðunarsjóð og 75 umsóknir um styrki í fornminjasjóð.
Meira

Ráslisti lokakvölds KS-Deildarinnar

Lokakvöld KS-Deildarinnar verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt verður í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði. Þórarinn Eymundsson leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið og lið Draupnis/Þúfur leiðir liðakeppnina.
Meira

Viðamikil skemmtidagskrá á Landsmóti í sumar

Það verða ekki bara landsins bestu hestar sem munu skemmta gestum Landsmóts hestamanna á Hólum næsta sumar. Tónlist og söngur mun skipa stórt hlutverk eins og viðeigandi er í Skagafirði og sérstök áhersla verður á skemmtilega dagskrá fyrir börn og ungmenni.
Meira