Pétur og Helgi Rafn með stjörnuleik í mögnuðum bardaga í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.03.2016
kl. 22.34
Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í úrslitakeppninni í körfuknattleik í Síkinu í kvöld. Stólarnir unnu fyrsta leikinn suður með sjó og eftir heilmikinn bardaga tryggðu þeir annan sigurinn í kvöld og eru komnir í kjörstöðu í viðureigninni því nú eru Keflvíkingar komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Lokatölurnar í kvöld voru 96-80 og var Pétur Birgis, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.
Meira
