Fréttir

Pétur og Helgi Rafn með stjörnuleik í mögnuðum bardaga í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í úrslitakeppninni í körfuknattleik í Síkinu í kvöld. Stólarnir unnu fyrsta leikinn suður með sjó og eftir heilmikinn bardaga tryggðu þeir annan sigurinn í kvöld og eru komnir í kjörstöðu í viðureigninni því nú eru Keflvíkingar komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Lokatölurnar í kvöld voru 96-80 og var Pétur Birgis, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega? - Ráðstefna Guðbrandsstofnunar

Guðbrandsstofnun í samstarfi við Bandalag íslenska listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands með áherslu á menningarfræði standa að ráðstefnu um gildi menningar. Ráðstefnan verður haldin á Hólum í Hjaltadal 31. mars og 1. apríl nk.
Meira

Strætó ekur alla páskadagana

Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudags áætlun.
Meira

Stólarnir sendu sterk skilaboð í Sláturhúsinu suður með sjó

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í Vesturbænum en í Sláturhúsinu í Keflavík voru Tindastólsmenn mættir ásamt fjölmennu fylgdarliði og öttu kappi við heimamenn í hressilegum leik. Stólarnir tóku forystuna snemma leiks og héldu henni allt til leiksloka en spennan var í hámarki undir lokin þegar heimamenn gerðu ágæta atlögu að Stólunum. Steig þá upp Darrel Lewis og lokaði leiknum. Lokatölur 90-100 og lið Tindastóls komið með undirtökin í einvígi liðanna.
Meira

Óska eftir samstarfi við ASÍ til að bæta úr brýnum húsnæðisskorti í Skagafirði

Byggðarráð Sveitarfélagsins mun óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs frá því í gær.
Meira

Sauðfjárræktarsamningurinn verstur fyrir jaðarbyggðir

Mikil óánægja er meðal sauðfjárbænda í Húnaþingi vestra, á Ströndum og Vestfjörðum með búvörusamninginn sem nú liggur fyrir til staðfestingar. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins hefur áætlað með samningnum verði tekjur sauðfjárbænda á Ströndum og í Ísafjarðarsýslum skertar um 20 prósent. RÚV.is greinir frá.
Meira

Hefur aldrei átt né selt kvóta

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir alþing­ismaður (VG) hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna um­mæla ut­an­rík­is­ráðherra um að hún hafi ekki gert grein fyr­ir hags­mun­um sín­um um kvóta­sölu sína og fjöl­skyld­unn­ar. Í yfirlýsingunni segist Lilja Raf­ney hvorki hún né eig­inmaður­ hennar hafi átt eða selt kvóta.
Meira

Kvennatölt Norðurlands verður á skírdag

Kvennatölt Norðurlands fer fram 24.mars - skírdag og hefst klukkan 18:00 í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Keppt verður í þremur flokkum, Opnum flokki, minna vönum og 17 ára og yngri. Veitt verður einnig verðlaun fyrir flottasta parið og bestu útfærslu á þema, en þemað í ár eru páskarnir/gulir.
Meira

Ullarþvottur í Sauðá

Í Feyki sem kom út í dag skrifar Hörður Ingimarsson hugleiðingar sínar um ljósmynd Þorsteins Jósepssonar af Emmu og Binna að þvo ull í Sauðánni, sem rann austan Árbæjar þar til farvegi árinnar var breytt og flutt í Tjarnartjörnina.
Meira

Skora á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir til þorskveiða

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir sjónarmið stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem hafa skorað á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir til þorskveiða um 30 þúsund tonn. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs sem birt hefur verið á vef Sveitarfélagsins.
Meira