Fréttir

Sirkus Myron Dempsey og Darrel Lewis lék listir sínar í Síkinu

Tindastóll og Snæfell mættust í Síkinu í kvöld í 18. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hólmarar urðu að láta það duga að mæta til leiks með sjö menn og þar af var einn þeirra aðstoðarþjálfari liðsins. Það varð því snemma ljóst að það yrði brekka í þessu fyrir gestina og ekki var það til að hjálpa þeim að Lewis og Dempsey voru óstöðvandi í liði Stólanna. Lokatölur eftir ansi skemmtilegan leik voru 114-85 fyrir Tindastól.
Meira

145 umsóknir bárust Uppbyggingarsjóði

Þann 15. febrúar sl. rann út umsóknarfrestur um styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra árið 2016 en styrkir sjóðsins eru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar og til menningarverkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Víða vantar fólk til starfa

Athygli vekur hve fjölmörg störf eru auglýst laus til umsóknar á Norðurlandi vestra um þessar mundir, um er að ræða bæði framtíðarstörf og í sumarafleysingar. Í Feyki í dag er auglýst eftir rannsóknarmanni við sjávarlíftæknisetrið Biopol á Skagaströnd. Þá eru auglýst nokkur laus störf við lúxushótelið að Deplum í Fljótum, eins og greint var frá í morgun.
Meira

Fjölmörg störf auglýst laus til umsóknar við lúxushótelið á Deplum

Eleven Experience, rekstaraðili ferðaþjónustunnar sem verið er að koma á laggirnar á Deplum í Fljótum, auglýsir eftir starfsfólki. Mikið hefur verið fjallað um framkvæmdir við lúxushótelið sem þar hefur verið reist í fjölmiðlum undanfarið ár en til stendur að opna hótelið í apríl næstkomandi. Í auglýsingu í Sjónhorninu í dag kemur fram að Eleven Experience er alþjóðlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem leitast við að bjóða upp á einstaka þjónustu.
Meira

Artemisia og Korgur sigruðu fjórganginn

Fyrsta kvöld KS-Deildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Svaðastaðahöllinni í gærkvöldi. Keppt var í fjórgangi. Sigurvegarar kvöldsins voru Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli með einkunnina 8,07. Það var lið Hrímnis sem vann liðsskjöldinn með tvo knapa í A-úrslitum og einn í B-úrslitum.
Meira

Skipulagning Elds í Húnaþingi miðar vel áfram

Eldur í Húnaþingi fer fram dagana 20. – 24. júlí, hefst á miðvikudegi og endar á sunnudegi. Dagskráin er þegar farin að taka á sig mynd. Í Feyki sem kom út í síðustu viku er rætt við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Sólrúnu Guðfinnu Rafnsdóttur, um hvernig gengur. Hún og eiginmaður hennar, Mikael Þór Björnsson, tóku formlega að sér skipulagningu hátíðarinnar í desember sl. og sér hann um fjármálastjórn.
Meira

Ráðið hefur verið í stöður við Minjastofnun á Sauðárkróki

Minjastofnun Íslands auglýsti tvær stöður lausar í starfstöð sinni á Sauðárkróki á dögunum, annars vegar starf arkiteksts og hins vegar fornleifafræðings. Þá var staða fornleifafræðings við Minjastofnun í Reykjavík jafnframt auglýst laus til umsóknar. Á vef Minjastofnunar Íslands segir að gengið hefur verið frá ráðningum stöðurnar þrjár.
Meira

Nýtt hestamannafélag formlega stofnað í gær

Stofnfundur fyrir Skagfirðing, nýtt hestamannafélag í Skagafirði, fór fram í Tjarnabæ í gærkvöldi. Að sögn Guðmundar Sveinssonar, hins nýkjörna formanns, var þetta fjölmennur og góður fundur og voru viðstaddir einu máli um að þetta væri framfaraskref fyrir hestamenn í firðinum.
Meira

Litir ársins 2016

Já, þið sjáið rétt. Þetta eru litirnir sem litasérfræðingarnir hafa valið sem liti ársins 2016. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem valdnir eru tveir litir saman. En sérfræðingarnir telja þessa tvo verða áberandi bæði í tískufatnaði og heimilisskreytingum þetta árið. Í fyrra völdu þeir vínrauðan en núna eru það Rose quarts og Serenety sem ég kalla með öðrum orðum barnableikt og barnablátt.
Meira

Mustad tekur þátt í fyrsta sinn

Síðasta liðið sem kynnt er til þátttöku í KS-Deildinni í vetur er Mustad. Liðstjóri er Sina Scholz og með henni eru Hlynur Guðmundsson, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Flosi Ólafsson. Hér er um nýtt lið að ræða sem vann sér þátttökurétt í gegnum úrtöku og hefur engin af þessum knöpum keppt áður í KS-Deildinni.
Meira