Sirkus Myron Dempsey og Darrel Lewis lék listir sínar í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.02.2016
kl. 22.15
Tindastóll og Snæfell mættust í Síkinu í kvöld í 18. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hólmarar urðu að láta það duga að mæta til leiks með sjö menn og þar af var einn þeirra aðstoðarþjálfari liðsins. Það varð því snemma ljóst að það yrði brekka í þessu fyrir gestina og ekki var það til að hjálpa þeim að Lewis og Dempsey voru óstöðvandi í liði Stólanna. Lokatölur eftir ansi skemmtilegan leik voru 114-85 fyrir Tindastól.
Meira
