Fréttir

Nýir búvörusamningar undirritaðir á föstudag

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga sl. föstudag. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.
Meira

Sýning um líf kvenna á fyrri tíð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Sýningin „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“ opnaði á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 14. febrúar. Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. „Áhugaverð sýning sem dregur frásagnir af konum á safnasvæðinu fram í dagsljósið,“ segir um sýninguna á vef Norðanáttar.
Meira

Fyrsti fundur Prjónagraffara 2016

Fyrsti fundur ársins hjá svokölluðum Prjónagröffurnum á Blönduósi verður í dag, mánudaginn 22. febrúar, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Fundurinn hefst kl. 20:00. „Spjöllum saman um spennandi tíma framundan - handverksmarkað, prjónahátíð og að sjálfsögðu prjónagraffið okkar,“ segir í tilkynningu á húna.is.
Meira

Skilyrði að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Skilyrði er að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun. „Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings,“ segir í auglýsingu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Ófært á Þverárfjallsvegi

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á vegum en ófært er á Þverárfjalli, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Samkvæmt spá Veðurstofunnar snýst í hæga suðlæga átt á dag á Ströndum og Norðurlandi vestra, léttir til og kólnar.
Meira

Sæluvikustykki í startholunum

Leikfélag Sauðárkróks boðar til fundar á mánudagskvöldið, 22. febrúar, í þeim tilgangi að hleypa af stokkunum undirbúningsvinnu við hið árlega Sæluvikustykki. Verður fundurinn haldinn á Kaffi Krók og hefst klukkan 20:00.
Meira

Verðmætabjörgun í Fljótum

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stóð í stórræðum í gær við verðmætabjörgun eftir að fiskflutningabíll fór út af veginum rétt við bæinn Hraun í Fljótum. Tólf meðlimir sveitarinnar sinntu útkallinu. Um sjö klukkustundir tók að sækja fiskinn sem dreifst hafði upp um alla móa. Morgunblaðið greindi frá þessu.
Meira

Íbúafundur á Blönduósi

Blönduósbær boðar til íbúafundar í Félagsheimilinu á Blönduósi mánudaginn 22. febrúar næstkomandi klukkan 17:00. Samkvæmt auglýsingu frá Blönduósbæ er fundurinn til upplýsinga og umræðna um verkefni bæjarins á næstunni. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í íbúafundinum.
Meira

„Loksins, loksins á leið í aðgerð til Svíþjóðar“

Barátta hennar Maríu Óskar Steingrímsdóttur frá Sauðárkróki fyrir því að fá að komast til Svíþjóðar í læknismeðferð hefur loks skilað árangri. Tveimur árum og þremur mánuðum eftir að ferlið hófst hefur María fengið grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum og á bókaðan tíma í aðgerð á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í næsta mánuði. María sagði sögu sína í einlægu viðtali í Feyki í desember síðastliðnum. Feykir samgleðst Maríu og heyrði í henni.
Meira

Það snjóar á Króknum!

Það hefur verið stillt veðrið á Sauðárkróki síðasta sólarhringinn en í gærkvöldi fór að snjóa og hafa Króksarar varla haft undan að hreinsa snjóinn af bílum sínum það sem af er degi. Um er að ræða hálfgerðan klessusnjó enda hiti verið yfir frostmarki eða um frostmark. Útlit er fyrir að það snjói áfram um helgina en Veðurstofan gerir ráð fyrir að með kvöldinu snúist vindurinn og blási úr norðri um helgina og það jafnvel nokkuð duglega.
Meira