feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Mannlíf
22.11.2015
kl. 18.03
Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
Meira