Fréttir

Jólablað Feykis er komið út

Jólablað Feykis er komið út. Blaðið er 44 litprentaðar síður og er því dreift ókeypis inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Efni blaðsins er að vanda fjölbreytt og komið víða við. Forsíðumynd blaðsins er eftir Gunnhildi Gísladóttur ljósmyndara.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er á þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra að Staðarskála og áfram yfir Holtavörðuheiði, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá eru hálkublettir á Þverárfjalli og víða í Húnavatnssýslum. Aðrar leiðir í Skagafirði og á Skaga eru greiðfærar.
Meira

Dreymdi um að vera Elvis / SÖLVI SVEINS

Skólamanninn Sölva Sveinsson kannast eflaust flestir við en hann er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum, fæddur árið 1950, alinn upp á Króknum, aðallega í fjörunni segir hann.
Meira

Áform um lagfæringar á Blöndubrú

Samkvæmt frétt á vef Húnahornsins í síðustu viku áformar Vegagerðin að lagfæra og bæta þjóðveginn í gegnum Blönduós og Blöndubrú. Endurnýja á gólf brúarinnar og setja á hana nýtt handrið. Áætlaður kostnaður nemur um 30 milljónum króna.
Meira

Ellert og Sigvaldi í undanúrslitum Voice annað kvöld

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson taka þátt í undanúrslitum The VoiceÍsland í beinni útsendingu annað kvöld.
Meira

Skagfirðingar lýsa spennuþrungnu andrúmslofti í Brussel

Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið gildandi í Belgíu vegna hryðjuverkaógnar sem hefur vofað yfir í höfuðborginni Brussel undanfarna daga. Víðfeðm leit hefur farið fram af hryðjuverkmanninum, Saleh Abdeslam, sem tók þátt í hryðjuverkaárásinni í París þann 13. þessa mánaðar, en án árangurs. Skagfirðingarnir Guðrún Rögnvaldardóttir og Hildur Þóra Magnúsdóttir hafa verið í Brussel undanfarna daga og lýsa spennu þrungnu andrúmsloftinu þar fyrir Feyki.
Meira

Ari og Alladin fengu góðar viðtökur

Á sunnudaginn var haldin í Miðgarði söngskemmtun sem bara yfirskriftina „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Þar komu fram ýmsir skagfirskir söngvarar og sungu vinsæl barnalög frá ýmsum tímum, við góðar undirtektir rúmlega 250 gesta á ýmsum aldri.
Meira

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-2015 - Örstutt gláp á tölur

Fyrir töluótt fólk getur verið fróðlegt að glugga í íbúatölur enda kemur margt athyglisvert í ljós þegar þær eru skoðaðar betur. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-15 er hér til lauslegrar skoðunar, skipt niður eftir þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Íbúaróunin er eitthvað misjöfn innan landshlutans en almennt fækkar íbúum á öllu svæðinu. Alls um 850 manns á 15 árum eða rúm 10%. Slík fækkun íbúa er væntanlega verðugt umhugsunarefni.
Meira

Hátíðarvinastundir í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - uppfært myndskeið

Haldnar voru hátíðarvinastundir á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki sl. föstudag í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Að sögn Önnu Jónu Guðmundsdóttur leikskólastjóra var farið þess á leit við leikskóla og aðrar skólastjórnendur í landinu að finna leið til að minnast þessa viðburðar fyrir 100 árum með eftirtektarverðum hætti á árinu 2015, eftir umhugsun og vangaveltur varð niðurstaðan sú að gera söngdagskrá fyrir vinastund þar sem sungin yrðu lög við texta eftir konur.
Meira

Skagfirðingar á verðlaunapalli Bikarmóts IFBB

Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness fór fram um helgina. Um 90 keppendur kepptu á mótinu sem fór fram í Háskólabíói, þar á meðal voru tveir Skagfirðingar sem komust á verðlaunapall, þeir Gunnar Stefán Pétursson og Elmar Eysteinsson.
Meira