Fréttir

Rjúpnarannsóknir á Íslandi

Þriðjudagurinn 8. desember kl. 17:00 flytur Ólafur K. Nielsen erindi í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal um þetta áhugaverða efni. Bæði veiðimenn, sem náttúruverndarmenn hjartanlega velkomnir.
Meira

Gjaldskrárhækkun hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Hækkun gjaldskrár hjá Brunavörnum Skagafjarðar fyrir árið 2016 var tekið til umræðu á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar sl. föstudag. Í fundargerð segir að ekki verður hjá komið hækkun á útseldri vinnu og leigu tækja vegna mikilla launahækkana á árinu.
Meira

Víða hálka, snjóþekja og éljagangur

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur núna á níunda tímanum. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er Norðaustan 5-10 m/s og él í dag, en hægari og rofar til í kvöld.
Meira

Aðventustemning á Sauðárkróki

Í gær voru ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og í gamla bænum á Króknum var aðventustemning og notalegheit. Veðrið var hið besta, örlítið frost og dass af snjó. Kórar sungu, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti ræðu, Sigvaldi Helgi Gunnarsson stökk úr Voice-settinu og fékk dúndur viðtökur hjá ungum sem öldnum.
Meira

Loksins er farið að snjóa

Það hefur kyngt niður snjó á Norðurlandi vestra í nótt og það sem af er degi en svæðið hafði orðið talsvert útundan í snjókomu síðustu daga. Nú upp úr hádegi fór síðan að hvessa þannig að líklegt má teljast að það dragi í skafla og færð spillist. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu og Lágheiði er ófær.
Meira

Sigvaldi og Ellert komnir alla leið í The Voice Ísland

Næst síðasti þátturinn í The Voice Ísland sem SkjárEinn er með á dagskrá var sýndur í beinni útsendingu síðastliðið föstudagskvöld. Sumum finnst eflaust nóg um skagfirskt grobb en þessi þáttur er ekki að gera neitt til að draga eitthvað úr Skagfirðingum því strákarnir okkar, Sigvaldi og Ellert, eru nú komnir alla leið í sjálfan úrslitaþáttinn næstkomandi föstudag.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi í dag

Í dag, laugardaginn 28. nóvember, verður kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst kl 15:30 en hún er fjölbreytt að vanda. Nemendur Grunnskólans austan Vatna taka lagið og einnig barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla. Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flytur ávarp og jólasveinarnir koma í heimsókn. Að venju er jólatréð gjöf frá Kongsberg, vinabæ Skagafjarðar í Noregi.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla - smelltu hér

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður sýndur í dag beint frá Sauðárkróki á Feyki.is og hefst útsendingin innan skamms. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm og þangað mæta fulltrúar fyrirtækjanna sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð og góðir gestir til að ræða um frumkvöðlastarf.
Meira

„Ég er meira spenntur heldur en stressaður“

Skagfirðingurinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson segist „meira spenntur heldur en stressaður,“ og vera búinn að læra textann, en hann tekur þátt í átta manna undanúrslitum The Voice Ísland á Skjá einum. Útsendingin hefst klukkan 20 og hefur þátturinn skipað sér sess meðal vinsælustu sjónvarpsþátta landsins.
Meira

Stólarnir í stuði í Síkinu í gærkvöldi – sigur gegn Keflavík á FeykirTV

Tindastóll tók á móti toppliði Keflavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í gær og var heldur betur fjör í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu Keflvíkinga, 97-91. Eins og segir í leiklýsingu sem birt var á Feyki.is í gærkvöldi mátti sjá leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur á ný og slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt.
Meira