feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar
21.02.2021
kl. 10.17
Í bók séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsfrömuðar og stofnanda KFUM, Undirbúningsárin sem kom út árið 1928, er ítarleg ferðasaga Friðriks úr Skagafirði, þar sem hann bjó og starfaði á sumrum, og til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám. Kom hann við hjá vinafólki á Kornsá í Austur-Húnavatnssýslu en þeir Björn og Ágúst bróðir hans, Lárussynir Blöndal, voru miklir mátar og urðu þeim samferða ásamt öðrum. Hrepptu þeir veður vond og var ferðin söguleg sökum hrakfara og vosbúðar. Við grípum niður á bls. 54 þar sem Friðrik er mættur á sýslumannssetrið á tilsettum tíma, stuttu fyrir aldamótin 1900. Millifyrirsagnir eru Feykis.
Meira