Fréttir

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi verður haldin á miðvikudaginn kemur, 1. apríl, klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan er öllum opin og verður slóð á viðburðinn birt á viðburðasíðu ráðstefnunnar á Facebook og á Facbook síðum SSNV og SSNE
Meira

Ásgeir Trausti grefur tunglið

Í byrjun febrúar kom út þriðja breiðskífa Ásgeirs Trausta frá Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Platan kom út samtímis á íslensku og ensku sem verður að teljast ansi magnað. Á íslensku kallast platan Sátt en Bury the Moon er enski titillinn. Eins og við eigum að venjast af spjótkastaranum fyrrverandi þá er tónlistin fögur í tærleika sínum og í senn nútímaleg og forn – sem er gott.
Meira

Covid-19 smit í Skagafirði

Nú hafa verið greind 22 tilfelli af Covid-19 á Norðurlandi vestra þar af hafa verið greind þrjú smit í Skagafirði á síðasta sólahring. Uppruni þessara smita eru utan héraðsins, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum á Norðurlandi vestra. Smitrakningu er lokið og hafa tengdir aðilar verið settir í sóttkví. Ekki er talin þörf á neinum frekari aðgerðum vegna þessa smita.
Meira

Hrafnhildur Viðars lætur tímann líða

Áfram höldum við í að leita til sérfræðinga í að láta tímann líða en ljóst er að margur situr heima þessa dagana, sumir tilneyddir en aðrir af skynsemis sjónarmiðum. Að þessu sinni tökum við hús á Hrafnhildi Viðars á Víðigrundinni á Króknum sem er nú alla jafna með puttann á púlsinum og í takt við tímann.
Meira

Ekki allt svart

Eins og vænta má hefur Covid-19 veirufaraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í landinu enda mikið um afbókanir og fáir á ferðinni. Þetta er erfiður baggi fyrir ferðaþjónustuna en menn mega samt ekki afskrifa hana eins og fram kemur í viðtali Karls Eskils Pálssonar við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, á sjónvarpsstöðinni N4. „Það er ekki allt svart og menn sjá tækifæri í þessu líka,“ segir Arnheiður.
Meira

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins eflt með stuðningi félagsmálaráðuneytis

Vegna mikils álags á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið, 1717.is hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið að styðja við þjónustuna og segir á heimasíðu ráðuneytisins að stuðningurinn muni efla Hjálparsímann og netspjallið í að sinna meðal annars fjölskyldum, börnum og ungmennum, fötluðu fólki, öldruðum og fólki af erlendum uppruna á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru uppi vegna COVID-19.
Meira

Að vera Norðlendingur - Áskorandinn Jón Þorvaldur Heiðarsson

Hvað er það að vera Norðlendingur? Ég er fæddur og uppalinn í Húnavatnssýslu og bý nú í Eyjafirði. Ég dvaldist einn vetur í Skagafirði og einn vetur í Þingeyjarsýslu. Ég er Norðlendingur. Norðurland var áður stærsti landsfjórðungurinn, með flesta íbúana er mér sagt. Þar lágu jafnframt völdin á Íslandi á tímabili, að einhverju leyti má segja að Íslandi hafi verið stjórnað frá Norðurlandi, a.m.k. stjórnuðu Norðlendinga sér sjálfir.
Meira

Nýtt Skagafjarðarkort komið í dreifingu

Nú í vikunni kom nýtt Skagafjarðarkort Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Sveitarfélagsins Skagafjarðar úr prentun. Kemur kortið í stað Skagafjarðarbæklingsins sem gefinn hefur verið út árlega síðustu árin sem og afrifukortanna þar sem var kort af Skagafirði og götukort þéttbýlisstaðanna í sveitarfélaginu. Nýja kortið verður aðgengilegt í öllum helstu upplýsingamiðstöðvum landsins sem og hjá ferðaþjónustuaðilum í Skagafirði.
Meira

Tækniæfingar Tindastóls og Feykis

Þar sem engar hefðbundnar fótboltaæfingar eru í gangi þessa dagana hefur knattspyrnudeild Tindastóls ákveðið að hvetja unga iðkendur til að vera duglega að gera æfingar heimafyrir og meðfram því efnt til skemmtilegrar keppni til að hvetja krakkana til enn meiri dáða.
Meira

Á Facebook með Tónadansi

Eins og svo margir aðrir hefur starfsemi Tónadans raskast af völdum kórónufaraldursins og þar hefur ekki verið hefðbundin kennsla undanfarnar vikur. Til þess að vega upp á móti því hafa kennarar skólans haldið úti virkri Facebook-síðu þar sem nemendum er haldið við efnið.
Meira