Fréttir

Strandir 1918 - Ferðalag til fortíðar

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar en það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa sem gefa hana út. Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, en hún er einnig höfundur greinar í bókinni.
Meira

Jólalag dagsins - Einmana á jólanótt

Ekkert virðist sorglegra en hírast einmana á jólanótt líkt og Diddú syngur um í jólalagi dagsins. „Hvers vegna fórstu frá mér? Lítið jólatré, einmana og yfirgefið eins og ég. Öllum sama er, halda sína leið og eftir er ég hér, einmana á jólanótt.“
Meira

Nýtt litakóðunarkerfi kynnt

Nýtt litakóðunarkerfi vegna Covid-19 var kynnt á fundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Nýja kerfið tók gildi í morgun og er það byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofunnar. Kerfið gerir ekki ráð fyrir að sam­komutak­mörk verði rýmkuð meira en í 100 manns meðan á far­aldr­in­um stend­ur og einnig er tveggja metra reglan í gildi inn­an allra litakóða. Um er að ræða fjóra flokka: gráan, gulan, appelsínugulan og rauðan, og er rautt ástand í gildi á landinu þessa dagana.
Meira

Ísak Óli valinn fjölþrautarmaður ársins í karlaflokki

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttamenn hljóti viðurkenningar fyrir árið sem er að líða sem hefur að sjálfsögðu á margan hátt verið einstakt sökum Covid. Einn íþróttagarpur frá UMSS kemst á þennan lista FRÍ en það er Ísak Óli Traustason en hann og María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, eru fjölþrautarfólk ársins.
Meira

ON opnar afkastameiri hraðhleðslustöð við Varmahlíð

Orka náttúrunnar hefur uppfært hraðhleðslustöð sína í Varmahlíð í nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva. Nýja stöðin mun geta boðið allt að 150 kW hleðslu og getur þjónað tveimur bílum í einu sem deila þá aflinu að hámarki 75kW á hvort tengi, en það fer eftir hleðslugetu bílsins. Eldri stöðin gat hlaðið 50 kW að hámarki og þá aðeins einn bíl í einu.
Meira

Varaafl bætt víða um land

Varaafl hefur verið bætt á 68 fjarskiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbætur á fjarskiptastöðum. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum.
Meira

Jólalag dagsins - Ég hlakka svo til

„Ég hlakka svo til“, er eins og mörg önnur íslensk jólalög, eftir ítalska höfunda. Lagið heitir „Dopo La Tempesta“ á frummálinu og er eftir Gianni Bella og Alberto Salerno. Á Rúv.is segir að lagið hafi upphaflega verið flutt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu árið 1988 en náði ekki alla leið, eins og sagt er.
Meira

Nám er tækifæri

Kófið hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Á Bifröst hefur skólalífið verið í nokkuð föstum skorðum enda byggir skólinn á fjarnámi og allt frá fyrsta degi má segja að hann hafi verið Kóvíd klár. Þó þurfti að fresta námskeiðinu Mætti kvenna sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár.
Meira

Áhrif lútherskrar siðbótar á samfélagið - Áskorendapenni Magnús Magnússon - sóknarprestur á Hvammstanga og meistaranemi í kirkjusögu

Þakka bekkjarbróður mínum úr grunnskóla, Sigurði Hólmari Kristjánssyni, fyrir áskorun þess efnis að skrifa pistil í Feyki um sjálfvalið efni. Í ljósi þess að undirritaður er í námsleyfi frá prestsskap í vetur og stundar mastersnám í kirkjusögu með áherslu á siðbreytinguna þá kom varla annað til greina en að skrifa stuttan pistil um áhrif siðbótar á íslenskt samfélag.
Meira

Jólalag dagsins - Ef ég nenni

Heima með Helga hefur lokið göngu sinni á Skjá einum, í bili að minnsta kosti, en þættirnir nutu mikilla vinsælda í kófinu eins og flestir landsmenn vita. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið á skjánum í gærkvöldi er algjör óþarfi að kíkja ekki á kallinn.
Meira