Fréttir

Hægeldaðir lambaskankar

Uppskrift vikunnar birtist í tólfta tölublaði ársins 2018. Hún kemur frá Kristni Bjarnasyni og móður hans, Guðlaugu Jónsdóttur, á North West Hóteli í Víðigerði en fjölskyldan hefur rekið hótel og veitingasölu þar frá árinu 2014. Þau buðu upp á hægeldaða lambaskanka með rauðvínssoðsósu, basil-parmesan kartöflumús, sykurgljáðum gulrótum og pikkluðu salati. Uppskriftin er fyrir tvo.
Meira

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.
Meira

Að alast upp á Sauðárkróki - Áskorandi Helga Elísa Þorkelsdóttir

Allstaðar þar sem ég hitti nýtt fólk og kynni mig þá er ég ekki lengi að koma því að, að ég er Skagfirðingur, enda mjög stolt af því. Við Bjarni, eiginmaður minn, erum bæði fædd og uppalin á Sauðárkróki en fluttum 20 ára til Reykjavíkur í nám. Á meðan námi okkar stóð, ræddum við oft framtíðina og hvar við vildum búa, þ.e. erlendis, á höfuðborgarsvæðinu eða á Sauðárkróki. Að lokum ákváðum við að hreiðra um okkur í Kópavogi.
Meira

„Is this normal!?!“

Nú er búið að slaufa körfuboltavertíðinni og væntanlega hefst baráttan á parketinu ekki á ný fyrr en með haustinu – þegar lífið og tilveran verður væntanlega komin í sitt gamla góða form á ný. Feykir hefur þó ekki enn gefist alveg upp á dripplinu og körfuboltabrasinu þennan veturinn og lagði því nokkrar laufléttar spurningar fyrir Tindastólskappann og landsliðsmanninn Pétur Rúnar Birgisson, sem enn og aftur sannaði mikilvægi sitt í liði Tindastóls í vetur.
Meira

Sæluviku Skagfirðinga frestað

Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og tilmæla Almannavarna Ríkisins hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Sæluviku Skagfirðinga sem fara átti fram vikuna 26. apríl – 3. maí 2020. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að til skoðunar er að halda Sæluviku Skagfirðinga á haustmánuðum eða mögulega að færa til næsta árs. Verður ákvörðun tilkynnt síðar.
Meira

Annað smit greinist á Hvammstanga

Kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra eru nú orðin tvö eftir að nýtt smit greindist á Hvammstanga eftir sýnatöku í gær. Eins og fram hefur komið eru nú um 230 manns í Húnaþingi vestra í sóttkví eða um fimmtungur íbúa sveitarfélagsins. Ekki er þó talið að sú tala komi til með að hækka mikið þrátt fyrir að annar einstaklingur hafi greinst.
Meira

Í lok fyrstu vinnuviku í samkomubanni

Ekki hefur farið fram hjá íbúum Skagafjarðar eða landsins alls að þegar klukkan sló eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt sl. mánudags, þá gekk í gildi samkomubann á Íslandi sem stendur yfir næstu fjórar vikurnar, eða til 13. apríl kl. 00:01.Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt bann er sett en markmiðið er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem fer nú um heim allan.
Meira

Það kostar ekkert að brosa:)

Ef það er eitthvað sem getur hjálpað manni að halda geðheilsunni þessa furðulegu daga sem við erum að ganga í gegnum þá þurfum við ekki bara að rækta líkamann heldur að huga að innri sálinni með að brosa og hlægja meira en við gerum. Dýramyndbönd er eitthvað sem ég get horft á í marga klukkutíma og skemmt mér vel yfir, vona bara að þú gerir það líka:) Munum svo bara að njóta og lifa lífinu:)
Meira

Viðbragðsáætlun í landbúnaði vegna COVID 19

Nauðsynlegt er fyrir bændur að hafa viðbragðsáætlun sem tekur til þátta sem mikilvægir eru til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda, segir á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar er brýnt fyrir bændum að gera ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda en þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli.
Meira

Vonbrigði með synjun á styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fyrr í þessum mánuði úthlutuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármunum til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira