Fréttir

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira

Mast telur líklegt að hjörð sé smituð og vill skera niður á Syðri-Hofdölum

Þrátt fyrir andmæli margra við niðurskurði á sauðfé á bænum Syðri-Hofdölum í Skagafirði telur Matvælastofnun líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni og því ekki verjandi að hverfa frá lögbundnum aðgerðum sem leitt getir til frekari útbreiðslu veikinnar.
Meira

Kallað eftir stuðningi við uppbyggingu í kjölfar Covid-19 í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra hefur orðið illa fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum og eru neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélagsins vegna hans nú metin á 88,3 milljónir króna. Vega þar þyngst þeir sex dagar í mars sem allir íbúar voru í sóttkví og nánast öllu lokað í sveitarfélaginu. Þetta kemur farm í bókun sem samþykkt var á fundi byggðarráðs í gær.
Meira

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.
Meira

Dagatal að norðan - Kirkjan kemur til fólksins

Jóladagatölin eru af ýmsum toga sem fólk notar til að telja niður dagana fram að jólum. Kirkjan í Skagafirði ákvað að færa kirkjustarfið til fólksins með hjálp tækninnar og hafa útbúið skagfirskt jóladagatal þar sem „einn gluggi birtist á tölvuskjá“ á Facebooksíðu Kirkjunnar í Skagafirði hverjum degi síðustu vikurnar fyrir jól. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is er þessu verkefni gerð góð skil og segir þar að svo heppilega vilji til að í Skagafirði séu kirkjurnar 24 talsins þar sem 24 dagar eru til jóla. Fólki sé boðið inn fyrir dyr til að taka þátt í stuttum bænastundum í skagfirskum kirkjum sem eru fallegar og margar hverjar gamlar.
Meira

Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2020. Á vef SSNV kemur fram að áætlað sé að veita viðurkenninguna í annað sinn á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi næsta árs.
Meira

COVID-19: Forgangsröðun vegna bólusetningar

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 en tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að við smíði reglugerðarinnar hafi verið horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum.
Meira

Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.
Meira

Jólin heima – Tónleikar í beinni úr Bifröst

Einvalalið ungra listamanna í Skagafirði hófu æfingar sl. föstudag fyrir tónleika sem ætlunin er að halda síðustu helgina fyrir jól. Þeim verður streymt beint á Tindastóll TV og aðgengilegir öllum án endurgjalds. „Við ákváðum að halda þetta þar sem þetta er voða viðburðasnauður tími og samfélag sem fólk býr í núna,“ segir Jóhann Daði Gíslason einn skipuleggjanda tónleikanna.
Meira

Fólk hvatt til að útbúa mannlegar jólakúlur fyrir hátíðirnar

Átta greindust með kórónuveiruna innanlands sl. sólarhring, allir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu utan eins, fimm af þeim voru ekki í sóttkví. Alls eru 187 í einangrun, 716 í sóttkví, 41 á sjúkrahúsi, tveir á gjörgæslu á öndunarvél samkvæmt tölum á Covid.is. Á Norðurlandi vestra er enn tómur listi þar sem enginn er skráður í einangrun né í sóttkví.
Meira