Fréttir

Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Styrkir hafa verið veittir úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hljóta styrk á árinu 2021. Þetta kemur fram á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Gamla húsið á Höfða á Höfðaströnd fæst gefins

Á heimasíðu Minjastofnunar segir frá því að gamla íbúðarhúsið á Höfða í Skagafirði fæst gefins gegn því að vera gert upp á nýjum stað. Húsið var byggt árið 1892 og er því aldursfriðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Það þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands.
Meira

Velferðarsjóði Húnaþings vestra færð vegleg gjöf

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka sem undanfarin ár hefur saumað bútasaumsteppi og selt til styrktar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra kom á fund stjórnar sjóðsins sl. mánudag og færði sjóðnum að gjöf afrakstur ársins, 600.000 krónur.
Meira

Jólalag dagsins – Rauð jól

Það er sosum ekki búið að gefa það út hvort jólin í ár verði hvít eða rauð en veðrið í dag gefur tilefni til að ætla að sá snjór sem þegar er kominn á láglendið muni minnka eða hverfa með öllu. Eitt lag fannst í einfaldri leit Feykis á Google þar sem sungið er um rauð jól en þá er reyndar ekki verið að syngja um snjólausa jörð.
Meira

Badmintondeild stofnuð innan raða Tindastóls

Kannski kemur það einhverjum á óvart að heyra að fleiri íþróttir en körfubolti og fótbolti séu stundaðar á Króknum. Þetta er staðreynd og nú nýverið bættist enn í íþróttaflóruna þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í badminton stofnaði badmintondeild innan raða Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Áskorun á Reykjavíkurborg vegna kröfu á Jöfnunarsjóð

Byggðarráð Húnaþings vestra fjallaði á fundi sínum þann 7. desember sl. um málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og kröfu Reykjavíkurborgar á hendur sjóðnum upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum.
Meira

Hraðallinn Hugsum hærra fyrir fyrirtæki í rekstri

Ráðgjafafyrirtækið Senza, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Vestfjarðarstofa standa fyrir hraðlinum Hugsum hærra fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í hraðlinum fá starfandi fyrirtæki sem vilja hugsa hærra aðstoð við að vinna fjárfestakynningar, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja fyrirtæki í gerð umsókna í nýsköpunarsjóði.
Meira

Umferð á Norðurlandi dróst saman um 40% milli ára

COVID-19 og meðfylgjandi takmarkanir hafa alls konar áhrif og breytingar í för með sér. Talsverð áhersla hefur t.a.m. verið lögð á að fólk stilli ferðalögum í hóf og þess ber augljóslega merki þegar umferðartölur eru skoðaðar. Þrátt fyrir ágætis ferðaveður í nóvember reyndist umferðin um Hringveginn 21,5% minni en fyrir ári en mestur varð samdrátturinn á Norðurlandi, eða tæplega 40%.
Meira

Hýasintusala Kiwanisklúbbsins Freyju

Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki ætlar að bjóða upp á hýasintur til sölu nú í vikunni í samstarfi við Blóma og gjafabúðina. Blómin kostar 750 kr. stykkið og verður þeim keyrt heim að dyrum í póstnúmeri 550. Síðasti pöntunardagur er föstudagurinn 11. desember.
Meira

Heildarbætur vegnu riðu gætu numið um 200 milljónum

Talið er að heildarbætur til bænda á þeim fimm bæjum í Skagafirði sem hafa þurft að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Fjárheimild til bóta fæst að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum, hefur Fréttablaðið eftir Haraldi Benediktssyni, varaformanni fjárlaganefndar.
Meira