Fréttir

Ég hlýði Atla

Það kannast allir við slagorðið „Ég hlýði Víði“ en svo getur farið að nýtt, en ekki eins lipurt, slagorð festi sig í sessi í Skagafirði, alla vega í gamla Hóla- og Viðvíkurhreppi, eftir að einhver gárunginn festi það á leiðbeiningaskilti Flokku við gámasvæði sveitarinnar. Ég hlýði Atla.
Meira

Mokveiði í grásleppunni

Aflafréttir segja frá mikilli grásleppuveiði á Skagafirði síðustu daga en nýr grásleppulisti var birtur í gær. Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós að bátar sem hafa verið við veiðar á Skagafirði voru að fiska mjög vel og má segja að um mokveiði sé að ræða. Í fréttinni er tekið sem dæmi að Hafey SK hafi þurft tvær ferðir til að ná öllum sínum 15 trossum í land.
Meira

Bjössi Óla og Sossu lætur tímann líða

Þriðji lífskúnstnerinn okkar og tímaeyðir er Arnbjörn Ólafsson en hann höndlar markaðs- og þróunarmál hjá Keili – miðstöðvar vísinda, fræða og mennta sem staðsett er í Reykjanesbæ. Bjössi er kannski sá aðili sem hefur síðustu misserin stuðlað hvað mest að aukinni flugumferð í lofthelgi Sauðárkróks í gegnum starfsemi Flugskóla Keilis.
Meira

Tæpar 30 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 og verða veittir að þessu sinni alls 228 styrkir að upphæð 304.000.000 kr. Alls bárust 272 umsóknir, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna, eftir því sem kemur fram á heimasíðu Minjastofnunar.
Meira

Viðbrögð stjórnvalda

Ríkisstjórnin bregst við þeim aðstæðum sem uppi eru núna í þjóðfélaginu og ræðst nú í sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs. Það má finna þingsályktunartillögu sem liggur fyrir Alþingi til samþykkis. Þar eru 15.000 m. kr. fjárheimild til átaksins verði skipt á einstök fjárfestingaverkefni um allt land. Þetta miðast við verkefni sem eru tilbúin til framkvæmda og miðað er við að hefist fyrir 1. september á þessu ári.
Meira

Hvenær þarft þú að fara í sóttkví?

Það eru margir að velta því fyrir sér hvort eða hvenær þeir eigi að fara í sóttkví. Á vef ruv.is var birt mjög gott skýringarmyndband sem ég mæli með að allir horfi á til að hafa þetta á hreinu þar sem að fyrstu smitin eru komin á þetta svæði.
Meira

Ný Menntastefna Skagafjarðar tekur gildi

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að ný Menntastefna Skagafjarðar hefur nú verið gefin út og tekið gildi. Vinna við mótun menntastefnunnar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga.
Meira

Afhenti Orgelsjóði Blönduóskirkju eina milljón króna

Í dag, 30. mars, fagnar Sigurjón Guðmundsson frá Fossum í Svartárdal, 85 ára afmæli sínu. Við þau tímamót ákvað hann að afhenda Orgelsjóði Blönduóskirkju eina milljón króna. Í gær fór fram látlaus athöfn í Blönduóskirkju þar sem Sigurjón afhenti fjármunina með formlegum hætti. Viðstaddir athöfnina voru séra Úrsúla Árnadóttir, sóknarnefnd Blönduóskirkju og spilaði Eyþór Franzson Wechner, organisti tvö verk á orgelið.
Meira

Vill að íþróttastarf liggi niðri í samkomubanni

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Meira

Undirbúningur að sameiningu sveitarfélaga dregst á langinn

Undirbúningsvinna fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land, þar á meðal í Austur-Húnavatnssýslu, dregst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóra RR ráðgjafar sem fer með verkefnastjórn í sameiningarviðræðum sveitarfélaga á fjórum stöðum á landinu; á Suðurlandi, á Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira