Fréttir

Sælkeraýsa og súkkulaðikökur á eftir

Matgæðingar vikunnar í 13. tbl. Feykis árið 2018 voru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Árskóla, og Þorgeir Gunnarsson, sölumaður í lagnadeild KS verslunarinnar Eyri. Þau gáfu lesendum girnilegar uppskriftir og sögðu að Þorgeir hefði gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og sæi gjarnan um að matbúa meðan Sigríður Margrét sæi frekar um eftirréttina, sem henni þykja ómissandi. Sælkeraýsuna fann Þorgeir í litlu riti frá kvenfélagi á Álftanesi og er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Svipa eða pískur - Kristinn Hugason skrifar

Í þessari grein ætla ég að bæta ögn við þann sveig sem ég tók í síðustu grein hvað varðar umfjöllun mína um sögu og þróun hestamennsku og keppni á hestum hér á landi og víkja nú ögn að reiðbúnaði. Í hinni stórfróðlegu bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir, sem út kom hjá Máli og mynd árið 2002 og ég vitnaði til í síðustu grein, er reiðbúnaði gerð einkar fróðleg skil og verður m.a. stuðst við hana í þessari umfjöllun.
Meira

Betri fréttir fyrir íbúa í Húnaþingi vestra

Almannavarnir á Norðurlandi vestra sendu frá sér tilkynningu nú fyrr í kvöld þar sem líst var yfir að úrvinnslusóttkví sem sett var á í Húnaþingi vestra áum síðustu helgi sé felld úr gildi frá og með miðnætti. Samkomubann er engu að síður í gildi líkt og annars staðar á landinu.
Meira

Tíu ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi

Í dag eru liðin 10 ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi. Sundlaugin var gjöf frá Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunni Jónsdóttur á Bæ. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin hafi slegið í gegn og fáir staðir fjölsóttari í Skagafirði, enda hönnunin mögnuð og útsýnið ómótstæðilegt.
Meira

Við lok annarrar vinnuviku í samkomubanni

Þrátt fyrir miklar raskanir á daglegu lífi flestra íbúa Skagafjarðar í kjölfar samkomubanns, sem nú hefur staðið yfir í 12 daga, þá gengur starfsemi flestra stofnana og fyrirtækja nokkuð vel fyrir sig hér á svæðinu. Frá upphafi þjónustuskerðingarinnar sem hlaust af samkomubanni hefur verið leitast við að gera unga fólkinu okkar eins auðvelt og kostur er að stunda nám og eiga í sem eðlilegustum samskiptum við kennara, aðra starfsmenn og vini, með þeim skorðum sem settar eru af hálfu sóttvarnaryfirvalda. Allir leggja sig fram um að vinna eins vel og unnt er úr þessum aðstæðum og það er til mikillar fyrirmyndar hversu vel það hefur gengið...
Meira

Breytingar á innheimtu gjalda hjá Svf. Skagafirði vegna Covid-19 faraldurs

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun var samþykkt tillaga byggðarráðs þess efnis að vegna þeirra raskana sem orðið hafa á þjónustu stofnana sveitarfélagsins vegna COVID-19 veirunnar muni greiðsluhlutdeild einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega er nýtt í þjónustu stofnana sveitarfélagsins.
Meira

Fæðubótarefni fyrirbyggja ekki sýkingar

Matvælastofnun vekur athygli á því að þessa dagana sé mikið um auglýsingar á vörum sem eigi að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir sýkingar, m.a. af völdum kórónuveirunnar. Vill Matvælastofnun vara fólk við slíkum upplýsingum og bendir á að slíkar staðhæfingar séu rangar og villandi fyrir neytendur, fæðubótarefni séu matvæli og ekki megi eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildi einnig um matvæli almennt.
Meira

Helgi Sæmundur lætur tímann líða

Halló! Á þessum síðustu og skrítnustu tímum þarf fólk að hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki síst ef fólk er í einagrun, sóttkví eða bíður af sér storminn heima. Þá er nú fínt að leita til sérfræðinga í því að láta tímann líða. Af þessu tilefni bankaði Feykir á vegginn hjá Helga Sæmundi Guðmundssyni, öðrum helmingnum í Úlfur Úlfur, og fékk hann til að mæla með einhverju sem við getum hlustað eða horft á.
Meira

Ágætu viðskiptavinir Skagfirðingabúðar - Heimsendingar á Sauðárkróki

Ákveðið hefur verið að hafa fyrirkomulag við heimsendingar á Sauðárkróki óbreyttar frá því sem verið hefur. Við óskum eftir að viðskiptavinir reyni að panta fyrir eina viku í senn til að gera okkur þetta framkvæmanlegra. Ekki verður gjaldtaka fyrir heimsendingar og fyrirkomulag því eins og verið hefur.
Meira

Átta verkefni á Norðurlandi vestra fá styrk úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Úr aðalúthlutun var úthlutað 111 styrkjum til eins árs til 48 aðila að upphæð 139.543.000 króna. Auk þess voru veittir 13 Öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna að upphæð 110.400.000 til þriggja ára.
Meira