Fréttir

Látum tækifærin ekki fara framhjá okkur

Þann 8. september sl. birti Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar grein á feykir.is þar sem farið var yfir stöðu mála er varðar framkvæmdir við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, húsnæði sem nú hýsir glæsilega sýningu 1238.
Meira

Íbúar á Vatnsnesi hyggja á aðgerðir

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag kynnti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir sem búsett er á Sauðadalsá á Vatnsnesi, aðgerðir sem íbúar þar hyggjast standa fyrir í þeim tilgangi að berjast fyrir vegabótum á Vatnsnesvegi.
Meira

Vantar leiðir til að fullvinna afurðir heima í héraði

Á stórfundi íbúa á Norðurlandi vestra sem haldinn var í Miðgarði í síðustu viku í tengslum við vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar var lögð mikil áhersla á að finna þurfi leiðir til að fulllnýta afurðir heima í héraði. Þetta var síðasti fundurinn sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til fyrir gerð nýrrar sóknaráætlunar sem unnið hefur verið að frá því í vor. Var fundurinn vel sóttur og þar komu fram margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Fjallað var um fundinn og rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV í frétt á vef RÚV .
Meira

Ráðstefna Listaháskóla Íslands í Textílsetrinu á Blönduósi

Katrín María Káradóttir, fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Steinunn Gunnsteinsdóttir sölufulltrúi Atlantic Leather á Sauðárkróki, standa í samstarfi við alþjóðlega samstarfsaðila, fyrir ráðstefnu og vinnusmiðju um nýtingu sjávarleðurs og nýsköpun í fatahönnun. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist FishSkin og hlaut stóran styrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt framundan

Um næstu helgi, dagana 14. og 15. september, verður hin árlega stóðsmölun í Laxárdal og stóðrétt í Skrapatungurétt í framhaldi af henni. Þessir viðburðir eru jafnan fjölmenni og eru allir hjartanlega velkomnir að slást í hóp með gangnamönnum á Laxárdal og upplifa gleðina með heimamönnum.
Meira

Betur fór en á horfðist þegar olía rann úr nýjum tanki Olís Varmahlíð

Það óhapp varð við Olísstöðina í Varmahlíð sl. sunnudag að mikið magn olíu endaði utan olíutanka er verið var að fylla á. Í ljós kom að olían hafði borist úr loftunarrörum fyrir ofan afgreiðsluplan en búið var að stöðva lekann þegar fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra mætti á staðinn.
Meira

Helstu áherslur fjárlagafrumvarpsins í heilbrigðismálum

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 verða framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra tæpir 260 milljarðar króna. Þar af nema verðlags- og launabætur rúmum átta milljörðum króna. Aukningin nemur um 8% frá fjárlögum þessa árs, eða sem svarar um 20 milljörðum króna.
Meira

Ætir eða eitraðir sveppir?

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem athygli þeirra sem stunda sveppatínslu eða -ræktun er vakin á því hve nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á sveppum til að geta greint á milli ætisveppa og þeirra óætu.
Meira

Leggst eindregið gegn hugmyndum um eitt lögregluembætti

Lögreglufélag Norðurlands vestra leggst eindregið gegn hugmyndum innan embættis ríkislögreglustjóra um eitt lögregluembætti og tekur þar af leiðandi undir með ályktun félaga sinna á Austur- og Suðurlandi. Á fundi félagsins í gær kom fram að fundarmenn telji að með þessu nýjasta útspili sé verið að afvegaleiða umræðuna og veki jafnframt athygli á því að núverandi skipulag lögreglu sé einungis frá árinu 2015.
Meira

Knattspyrnuþjálfara vantar á Blönduós

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar nk. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a. að halda úti knattspyrnuæfingum í 8. - 3. flokki, utanumhald iðkenda bæði hvað varðar skráningar, mót og keppnisferðir o.fl.
Meira