feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.03.2020
kl. 15.08
Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra, sem einnig mun hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra, var tekin í dag. Viðbyggingin, sem tengist eldra húsnæði skólans á norðurhlið, er á einni hæð en stallast í þrjá palla sem hækka með landinu. Kjallari er undir húsinu að hluta. Í byggingunni er rými fyrir frístund, stjórnun, eldhús, mat-/samkomusal, tónlistarskóla, bókasafn, starfsmannaaðstöðu og þrjár kennslustofur fyrir unglingastig. Í kjallara er verkstæði, geymsla og tæknirými. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar og er það vinnan við fyrsta áfanga af átta sem nú er að hefjast.
Meira