Fréttir

Búrhvalstarfur í Kálfshamarsvík á Skaga

Á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra segir í gær frá því að búrhvalstarf hafi rekið í Kálfshamarsvík á Skaga. Er þetta annar hvalurinn sem rekið hefur á land á svæðinu á stuttum tíma en ekki er langt síðan að búrhval rak á land við ósa Blöndu. Þessi reyndist um meter lengri en sá fyrri, mældist 13,6 m langur, og virðist nokkuð síðan hann drapst.
Meira

Með landið að láni - Áskorandi Ingvar Björnsson á Hólabaki

Sem bóndi á ég allt mitt undir sól og regni og þeim gæðum sem náttúran færir mér. Bændur framtíðarinnar verða í sömu stöðu og ég en þeir munu einnig eiga sitt undir því hvernig ég og mín kynslóð mun skila landinu áfram til þeirra.
Meira

Stefnt að opnun ÓB í lok mánaðarins

Feykir sagði í vetur frá því að framkvæmdir væru hafnar við uppsetningu á nýrri sjálfsafgreiðslustöð ÓB við Borgarflöt á Sauðárkróki, um það bil á því svæði sem áramótabrenna Króksara er staðsett. Samkvæmt upplýsingum Feykis stefnir Olís að því að opna stöðina nú í lok maí.
Meira

Katta- og hundaeigendur beðnir að fylgjast með dýrum sínum

Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því á vef sínum að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru mikil veiðidýr öflug dýr sem geta haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir.
Meira

Námsmaraþon í Blönduskóla

Nemendur 10. bekkjar Blöndskóla á Blönduósi eru aldeilis ekki búnir að fá nóg af námsbókunum eftir veturinn en þeir ætla að vera í skólanum og læra í 24 klukkustundir í námsmaraþoni sem stendur frá deginum í dag, föstudeginum 8. maí og til morgundagsins. Námsmaraþonið er hluti af fjáröflun bekkjarins vegna vorferðar sem áætluð er í lok maí.
Meira

Norðvesturumdæmi öflugasta sauðfjársvæðið

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins, sem út kom í gær, kemur fram að sauðfjáreign landsmanna hefur ekki verið minni en nú undanfarin 40 ár, samkvæmt hagtölum landbúnaðarins. Hins vegar hefur nautgripum fjölgað um 35% frá árinu 1980. Sé sauðfjáreign skoðuð eftir landshlutum kemur fram að Norðvesturumdæmi er öflugasta sauðfjársvæðið en nautgripir eru flestir í Suðurumdæmi.
Meira

Lögin úr Hárinu á geisladiski

Leikflokkur Húnaþings vestra hefur gefið út geisladisk með lögum úr söngleiknum Hárinu sem leikflokkurinn setti upp á síðasta ári. Sýningin fékk afbragðsgóðar viðtökur og var hún valin sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019 af dómnefnd Þjóðleikhússins og var söngleikurinn sýndur tvisvar á fjölum Þjóðleikhússins í júní sl.
Meira

Nýprent og Feykir breyta afgreiðslutíma

Vegna Covid áhrifa og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu verða breytingar á starfsemi Nýprents og Feykis næstu þrjá mánuðina. Vegna minnkaðs starfshlutfalls starfsfólks verður afgreiðslutími fyrirtækjanna styttur en opið verður milli klukkan 8 og 12 alla daga.
Meira

Nesnúpur með lægsta tilboð í viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra

Nesnúpur ehf. var með lægsta tilboð í uppsteypu viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra en opnun tilboða fór fram föstudaginn 24. apríl sl. í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Að sögn Björns Bjarnason, rekstrarstjóra umhverfissviðs sveitarfélagsins,standa viðræður við lægstbjóðanda yfir og verið að útvega frekari gögn.
Meira

„Mér finnst gaman að hjálpa þessu liði að ná eins langt og mögulegt er“

Feykir sagði frá því í síðustu viku að von væri á bandarísku stúlkunum þremur, sem spila með liði Tindastóls í sumar, til landsins. Það stóð heima og þær Murielle Tiernan, Jackie Altschuld og Amber Michel eru mættar á Krókinn og komnar í sóttkví. Við fengum Mur til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira