Fréttir

Heilsudagar á Blönduósi

Heilsuhópurinn á Blönduósi boðar til heilsudaga sem haldnir verða á Blönduósi dagana 23. - 28. september í þeim tilgangi að efla hreyfingu og heilbrigt líferni innan sveitarfélagsins. Hópurinn mun leita eftir samstarfi við íþróttafélögin en auk þess mun Kjörbúðin gefa ávexti sem boðið verður upp á í íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd verður með ókeypis heilsufarsmælingu á HSN á Blönduósi.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð USVH

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar úr Styrktarsjóði USVH 2019. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á hverju ári, í apríl og nóvember, og er tilgangur hans að styrkja afreksfólk, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni.
Meira

Glænýir Svartuggar Gísla Þórs komnir út

Út er komin ljóðabókin Svartuggar sem er 7. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar á Sauðárkróki. Hann segir að við vinnslu bókarinnar hafi verið lagt upp með fiskaheiti og ýmsar upplýsingar um líferni fiska, útlit þeirra og atferli í sjónum. Það speglast svo við baráttu mannfólksins við hina ýmsu andlegu kvilla sem þjóðfélagið býður upp á.
Meira

Húnvetningar enduðu í fjórða sæti 4. deildar

Á laugardag mættust lið Kormáks/Hvatar og Hvíta riddarans í leik um bronsverðlaunin í 4. deild. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og ekki fór bronsið norður því það voru Mosfellingarnir sem höfðu betur og sigruðu 4-3.
Meira

Hvaðan kemur skáldskapurinn?

Oddvitar meirihluta lögðu fyrir mig spurningu í grein sinni á Feyki.is þann 12. september síðastliðinn. Ég skorast að sjálfsögðu ekki undan því að svara spurningunni sem þó virðist hafa það helsta hlutverk að beina umræðunni frá kjarna málsins.
Meira

Lætur Guðrúnu frá Lundi passa upp á hámarkshraðann

Ingunn Ásdís Sigurðardóttir var viðmælandi í Bók-haldinu í 39. tbl. Feykis 2018. Ingunn, sem titlar sig sem sérkennara á eftirlaunum, móður, ömmu, vinkonu og margt fleira, hefur lengi verið búsett á Sauðárkróki og starfað sem sérkennari við Árskóla. Ingunn segir lestrarvenjur sínar hafa tekið talsverðum breytingum í tímans rás og listinn yfir lesefni hennar er afar fjölbreytilegur enda segist hún eiga þó nokkur hundruð bóka í bókahillum heimilisins.
Meira

Lýsa furðu sinni á því að ekki hafi verið látið reyna á nýjan samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

Byggðaráð Blönduósbæjar harmar bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 9. september sl., um að enda það samstarf sem verið hefur í 20 ár á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks, sérstaklega þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í því samstarfi á síðustu árum verið svokallað „Leiðandi sveitarfélag“ og því hefur stór hluti fagþekkingar og þjónustu verið byggður upp í Skagafirði. Þetta kemur fram í bókun ráðsins sl. fimmtudag.
Meira

Góða og gáfaða fólkið - Áskorendapenninn Helga Rún Jóhannsdóttir Bessastöðum

Það er til fullt af fólki í heiminum, og enginn eins. En nánast allir eiga eitthvað eitt sameiginlegt, þó ekki endilega það sama. Það var mörgum sem fannst „Game of thrones“ skemmtilegt, aðrir sem finnst gólf skemmtilegt og einhverjir eru með blá augu. En það er til hópur af fólki (og örugglega nokkrir) sem kallar sig ekki hóp því þau auglýsa sig ekki og hafa ekkert sameiginlegt áhugamál.
Meira

Sigur í síðasta heimaleiknum

Þeir voru í það minnsta þrír Kárarnir sem heiðruðu Sauðárkróksvöll með nærveru sinni í dag þegar Tindastóll lék síðasta heimaleik sinni í 2. deildinni í bili. Það var nefnilega lið Kára frá Akranesi sem var andstæðingur Tindastóls, í liði Kára var Eggert Kári og svo var það Kári vindur sem setti kannski mest mark sitt á leikinn því það var bæði rok og rigning á meðan hann fór fram. Tindastólsmönnum tókst að leggja gestina að velli og sigruðu 3-2.
Meira

Að vera með „vitlausar skoðanir“

Á tímum samfélagsmiðla og stöðugrar tækniþróunar hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar ætti það að vera orðið auðveldara að ná til ungs fólks, og vekja áhuga þeirra á stjórnmálum og pólitískri umræðu. Ég efast ekki um að fjöldi ungmenna hafi áhuga, myndar sér skoðanir og hafi kröftugan vilja til þess að taka þátt í flokksstarfi af einhverju tagi, eða vera virkt í félagsstarfi utan stjórnmálaflokka.
Meira