Fréttir

Uppbókað á nýliðanámskeið GSS

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar hafa verið duglegir við golfiðkun undanfarna daga en vegna Covid hafa nokkur atriði tekið breytingum frá því sem var. Þannig hafa holur verið grynnkaðar, óheimilt að snerta golfflögg og sandgryfjur eru hrífulausar. Búið er að opna á allar sumarflatir nema níundu, en það stendur til bóta fyrir mánaðamót.
Meira

Gaman saman á ærslabelg

Nú er sumarið komið og hvað er þá skemmtilegra fyrir unga sem aldra en að vera úti að leika sér í veðurblíðunni. Víða eru skemmtileg leiktæki sem gaman er að skemmta sér í.
Meira

Frumvarp um ferðagjöf kynnt í ríkisstjórn

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um ferðagjöf. Um er að ræða útfærslu á áður boðaðri aðgerð ríkisstjórnarinnar um 1,5 milljarða króna innspýtingu til að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Í frumvarpinu kemur fram að ferðagjöf er stafræn 5.000 króna inneign sem stjórnvöld gefa út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu má nýta ferðagjöfina til greiðslu hjá eftirtöldum fyrirtækjum sem hafa starfsstöð á Íslandi:
Meira

Tilraunir með heimaslátrun í haust

Hópur áhugafólks um lögleiðingu örsláturhúsa á Íslandi áttu fund með Kristjáni Þór Júlíussyni, landbúnaðarráðherra, og starfsfólki ráðuneytisins á dögunum þar sem fram kom vilji hins opinbera að koma að tilraunaverkefni heimaslátrunar í haust.
Meira

Sumarstarf fyrir námsmann - hnitsetning gönguleiða í Skagafirði

Akrahreppur auglýsir eitt sumarstarf fyrir námsmann. Er starfið stutt úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa og mun verkefnið snúa að átaksverkefni í merkingu gönguleiða í Skagafirði.
Meira

Nautasteik og eplaeftirréttur með kókos og súkkulaði

Á Mýrum 3 við austanverðan Hrútafjörð búa þau Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt fleira fólki. Á bænum er búið með fjölda nautgripa, 60 kýr og kálfa og einnig á þriðja hundrað fjár, einn kisa og einn hund ásamt þremur hestum.
Meira

Tún víða skemmd á Norðurlandi vestra

Ljóst er að víða koma tún illa undan snjóþungum vetri á Norðurlandi vestra samkvæmt heimildum Feykis og þá helst nýræktir og yngri tún. Á mörgum bæjum er verulegt kal og sum staðar taka tún hægt við sér þar sem enn er mikill klaki í jörðu og eiga því eftir að þorna.
Meira

Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar

Blönduósbær auglýsir á vef sínum til kynningar skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Um er að ræða breytingu vegna legu Þverárfjallsvegar og nýrra efnistökusvæða og Sorpförgunarsvæðis. Einnig er fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka.
Meira

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði í morgun

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði á ný í morgun, föstudaginn 22. maí. Flísaviðgerðum á sundlauginni er ekki lokið enn og verður hún því ekki opnuð strax. Í dag verður opið í potta, vaðlaug, köldu körin og gufuna. Þreksalurinn opnar svo næsta mánudag, 25. maí, klukkan 6:30.
Meira

Sumarstörf námsmanna hjá SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa tvö sumarstörf fyrir námsmenn. Störfin eru studd úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.
Meira